29.3.2010 kl. 22:20

Í dag flutti ég allt draslið mitt yfir í nýja húsnæðið mitt í Marchmont hérna í Edinborg. Ég hringdi á svona flutningamann með flutningabíl og hjálpaði honum síðan að bera endalausa kassa af bókum (safnið mitt, og frá Grétari og einnig Nönnu) ásamt húsgögnum og öðru niður 3 hæðir. Á leiðinni spjallaði ég heilmikið við flutningamanninn, sem var mjög áhugasamur þegar ég sagði honum að ég væri frá Íslandi:

Hann: "Britain's in pretty poor shape. But how are things in Iceland now?"

Ég: "Basically, they're fucked. Unemployment, slashing of social services, etc."

Hann: "Yeah? Still, I really like the fact that you guys are telling Gordon Brown to go fuck himself. No investment without risk, no reason ordinary people should pay a dime to those bastards.

Þegar við komum á áfangastaðinn bárum við allt heila helvítis klabbið upp 3 hæðir og ég gekk auðvitað í það af hefðbundnum íslenskum dugnaði. Að því loknu sagði hann svolítið við mig sem Hauki frænku hefði nú aldrei grunað:

"You seem to be in pretty good shape. Do you need part-time work? I pay 12 pounds an hour."

Ég sagði honum að ég hefði áhuga, verandi fátækur námsmaður etc. Allt bendir s.s. til þess að ég muni vinna í hlutastarfi við að bera húsgögn og annað yfir sumarið í félagsskap harðkjarna Skota. Þetta er klárlega draumastarfið eftir þessar þrjár háskólagráður. Mjög Wittgensteinskt.

UPPFÆRSLA: Fyrsti vinnudagurinn er á föstudaginn, mun sjá hvernig gengur að bera húsgögn klukkutímum saman. Sparar mér allavega ferð í gymmið.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Þórir Hrafn | 31.3.2010 kl. 11:01
Þórir Hrafn

Til hamingju með flutningana.

En þú sem atvinnuflutningamaður er með þeim fréttum sem hafa komið mér mest á óvart... a.m.k. síðasta mánuðinn eða svo...

Steinn | 31.3.2010 kl. 13:30
Steinn

Á dauða mínum átti ég von Sveinbjörn.

Magnús Davíð | 31.3.2010 kl. 15:55
Magnús Davíð

Mundu bara að passa á þér bakið gamli.

Sveinbjörn | 3.4.2010 kl. 13:55
Sveinbjörn

Fokk, well spotted, sir! Þetta tók asskoti mikið á bakið í gær.

Brynjar | 9.4.2010 kl. 17:06
Brynjar

Notiði svona tveggja manna, flutninga-axlaströppur:

http://images.google.is/images?um=1&hl=is&lr=&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official&tbs=isch:1&q=shoulder+dolly&sa=N&start=0&ndsp=20

og líka trilla öllu sem hægt er að trilla með svona gaur:

http://images.google.is/images?um=1&hl=is&lr=&client=firefox-a&rls=org.mozilla:en-US:official&q=hand+trolley&ie=UTF-8&ei=F12_S6CSJIGNOJj3-JYE&sa=X&oi=image_result_group&ct=title&resnum=1&ved=0CBYQsAQwAA

menn eru mjög fljótir að valda sjálfum sér óbætanlegum skaða í þessum bransa ef þeir ætla bara að "massa þetta".

Siggi Árni | 1.4.2010 kl. 11:23
Siggi Árni

Mundu að nota knéin :)

Freyr Björnsson | 1.4.2010 kl. 13:43
Unknown User

Hehe, glæsilegt Sveinbjörn. Vonandi gefur þetta fræðimennsku þinni svona ´proletarian flair´héðan af. Gott betur vonandi verður allt sem þú skrifar héðan af ´for democratic socialism´ svona til að feta í fótspor George Orwell ;D

ps. heyrðu það er annars kominn tími á að skipta út þessari mynd af mér svo ég þori að kommenta meira hérna :D Hún er of mikið 2000-2008-era ;D

Freyr | 1.4.2010 kl. 13:44
Freyr

Oh, engin mynd? O.O

Sveinbjörn | 1.4.2010 kl. 13:45
Sveinbjörn

Þú verður þá að senda mér nýja mynd af þér.

Freyr | 1.4.2010 kl. 13:45
Freyr

Jújú, þarna er þessi gay-lord mynd :P Samræmist ekki ´ímynd minni´ í dag ;D