28.3.2010 kl. 11:55

Eins og mörgum lesendum mínum er kunnugt þá hef ég verið með kennslutíma fyrir yfirlitskúrsinn European History I við Edinborgarháskóla undanfarin tvö ár.

Núna um daginn lauk ég við einkunnagjöf og yfirferð á ritgerðum nemenda minna fyrir þessa önn. Í þetta sinn gaf ég einkunnir blint -- þ.e.a.s. fór yfir ritgerðirnar án þess að vita nafn eða kyn nemenda, hafði einunigs prófnúmer. Að því loknu tók ég saman smá tölfræði yfir einkunnir.

Í breska kerfinu er fyrsta einkunn 70+ (distinction), önnur einkunn er 60-70 (merit), þriðja einkunn er 50-60 (pass) og allt fyrir neðan það er "lélegt". Ég fór yfir 21 ritgerð en nemendafjöldi var 23, fjórtán stelpur og níu strákar. Tveir (kvenkyns) nemendur skiluðu ekki ritgerð og fengu núll, taldi þær ekki með.

Tölfræði

Meðaleinkunn:  62

Hæsta einkunn:  76
Lægsta einkunn:  35

Meðaleinkunn stúlkna:  58.6
Meðaleinkunn stráka: 68.1

Ótrúlegt en satt, þá munar heilum 10 stigum á meðaleinkunn stráka og stúlkna í kúrsinum, gríðarlegur munur. Af þeim fjórum sem fengu fyrstu einkunn voru þrír strákar og ein stúlka.

Þar sem ég fór yfir ritgerðirnar blint, þá getur þetta tæpast verið innbyggður bías í mér. Er ég e.t.v. með einhvers konar ómeðvitaða fordóma gegn ritstíl eða tjáningarhætti stúlknanna, eða er þetta hrein tilviljun? Voru karlkyns nemendurnir e.t.v. bara betri?

UPPFÆRSLA: Skoðaði tölfræðina fyrir sömu nemendur frá síðustu önn, meðaleinkunn stúlkna var 59, meðaleinkunn stráka 67, þannig að þetta er ekki bara skrítin tilviljun á þessari önn.

UPPFÆRSLA 2: Sennilega ekki innbyggður bías í mér. Ég fór og skoðaði einkunnagjöf mína frá skólaárinu 2008-2009. Þar var meðaleinkunn stúlkna u.þ.b. 66 og meðaleinkunn stráka 67. Þetta eru greinilega bara furðulegir hópar sem ég er með í ár...


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Kalli | 28.3.2010 kl. 16:39
Unknown User

forvitnilegt, eru ekki konur almennt með hærri einkunnir í skóla?

Magnús Davíð | 28.3.2010 kl. 19:11
Magnús Davíð

Ég held að þetta hafi ekkert með fordóma að gera í einkunnagjöf hjá þér.

Ég tel svarið liggja í kennslunni. Þar skín þinn innri samkynhneigð í gegn og sætu strákarnir fá alla athyglina á meðan stelpurnar verða að læra sjálfar án aðstoðar frá kennara.

Doddi | 8.4.2010 kl. 10:39
Doddi

Já, þetta má líklega rekja til illvígrar samkynhneigðar, eins og Magnús bendir á.