10.3.2010 kl. 11:14

Egill Helgason birtir hlekk á bloggsíðu sinni í grein þar sem lagt er til að Ísland sameinist Bretlandi.

Þetta er agaleg hugmynd. Þótt Ísland hafi verið "uniquely misgoverned" undanfarin 20 ár (eins og einn erlendur blaðamaður orðaði það), þá erum við ekki í nærri því jafn slæmum málum og Bretar.

Ég hef nú verið búsettur í Bretlandi í u.þ.b. 4 ár, og ég held að ég geti sagt það án þess að hika að Bretland er gjörsamlega fallít samfélag. Leiðari í Economist um daginn spurði "Is Britain broken?" og svaraði neitandi. Mitt svar er hins vegar klárlega já. Nokkur dæmi:

  • *Allt* í þessu landi -- húsnæði, bankaþjónusta, atvinnuleyfi, heimasími o.s.fv. -- felur í sér gríðarlega mikið af tilgangslausri, erfiðri og kostnaðarsamari pappírsvinnu. Að búa hérna er bjúrókratísk martröð.
  • Hér er misskipting auðs gríðarleg. Venjulegt fólk er frekar fátækt, býr við almennt slæman kost og á erfitt með að ná endum saman. Mikið af betlurum og götufólki. Í millitíðinni fá bankamennirnir í City milljónir punda fyrir "vel unnin störf".
  • Hér er mikil menningarleg stéttaskipting, fólk greinist í lágstétt, millistétt og efri stétt. Flestir eru læstir inn í þá stétt sem þeir fæðast af djúprættum menningarlegum ástæðum, jafnvel þótt fjárhagur þeirra batni.
  • Stjórnkerfi Bretlands er rotið og spillt tveggja flokka kerfi þar sem bæði íhaldið og Labour gæta fyrst og fremst hagsmuna fjármagnseigenda í Lundúnum
  • Stóri Bróðir fylgist með. CCTV myndavélar alls staðar. Það er ein myndavél á hverja 13 Breta. Meðal Lundúnabúinn er tekinn upp 50 sinnum á myndavél á dag.
  • Þótt háskólarnir séu margir góðir þá er menntakerfið (að einkaskólum undanskildum) afar lélegt, bresk börn koma mjög illa út úr stöðluðu OECD prófunum. Það er bara efri stéttin og efri millistéttin sem hefur ráð á almennilegri grunnskólamenntun handa börnum sínum.
  • Almenningssamgöngur -- t.a.m. lestarkerfið og Öndergrándið í Lundúnum -- eru almennt einkavæddar eða reknar á kostnaðarverði og þ.a.l. rándýrar
  • Bretar eiga við mikil félagsleg vandamál að stríða sökum dóp- og áfengisneyslu, sem er meiri og skaðlegri hér heldur en víðast hvar í Evrópu.
  • Bresk matvæli á viðráðanlegu verði eru verksmiðjuframleidd á amerískan máta. 'Nuff said.
  • Bretar eru upp til hópa óheilbrigðir, borða óhollan mat, eru feitir og með lélega tannlækna, seint verður sagt að þeir séu frítt fólk

Nei, við viljum alls ekki verða hluti af Bretlandi.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 10.3.2010 kl. 15:29
Arnaldur

Ég vil að við verðum kolanáma í Bretlandi!

Steinn | 10.3.2010 kl. 22:13
Steinn

Mér finnst það skemmtilegt að rúmum 200 árum eftir að Jörundur Jörundsson hundadagakonungur var og hét skuli þessi hugmynd aftur poppa upp. Nokkrir menn á Bretlandi vildu að Ísland færi undir ensku krúnuna. Ekki held ég að við værum betur settir undir Bretum.

dolli | 13.3.2010 kl. 23:12
dolli

Mér finst það vera mjög íronískt að eitthvað land mundi vilja verða hluti af Bretlandi viljandi. Sérstakleg eftir því hvað mörg lönd er búin að berjast hart fyrir sjálfstæði frá þeim þam Írland, Indland, Bandaríkin osfr.

Þórir Hrafn | 16.3.2010 kl. 16:32
Þórir Hrafn

En myndum við fá HP sósu?

Sveinbjörn | 26.3.2010 kl. 13:30
Sveinbjörn

Ekki myndi ég vilja sjá kokteilsósunni heilögu fórnað á altari breskar HP sósu...