23.2.2010 kl. 15:51
E: blessaður
E: mér varð hugsað til þín þegar ég las um aðalfund 
frjálshyggjufélagsins um helgina
S: hahaha
E: sástu eitthvað af því?
S: já, meira bullið
E: algjörlega frábært
E: á að giska 2/3 fundarmanna í stjórn
E: sem er eitthvert svakalegasta bákn sem þekkist
E: sendu svo frá sér frábæra yfirlýsingu sem var 
kórónuð með argumentum ad hitlerum
E: ég og G erum búnir að ákveða að stofna félag þeim til höfuðs 
- félag áhugamanna um slippery slope röksemdafærslur

10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar Amazeen | 24.2.2010 kl. 17:12
Grétar Amazeen

Þetta verður aktíft félag. Ég og Einar ætlum að penna besta lesendabréf allra tíma á næstunni, skrifaða af okkur fyrir hönd félags áhugamanna um slippery slope röksemdafærslur. Stay tuned!

Sveinbjörn | 24.2.2010 kl. 17:25
Sveinbjörn

Ég bíð spenntur.

Arnaldur | 25.2.2010 kl. 09:23
Arnaldur

Þetta verður geðveikt!

Einar Örn | 24.2.2010 kl. 17:42
Einar Örn

Áhugasamir lesendur taka eftir því að við tölum ekki um rökvillur í þessu samhengi, enda væri fáránlegt að flokka slippery slope þannig. Eða vilja menn kannski bara segja að modus ponens sé rökvilla?

Arnaldur | 25.2.2010 kl. 09:23
Arnaldur

Ef að modus ponens er rökvilla, þá værir þú ekki að segja svona...

Gunni | 24.2.2010 kl. 17:57
Gunni

Það er frekar hættulegt að byrja með svona félag. Þetta endar bara í þjóðernishreinsunum.

Eiki | 24.2.2010 kl. 23:49
Eiki

Ég myndi vilja vera með en þá þyrfti að skipuleggja fundi, glósa fundargerðir og taka saman í ársfjórðunslegt yfirlit, senda fréttatilkynningar til fjölmiðla, hanna auglýsingaplaköt, taka upp og pródúsera retróspektíf heimildamynd um fyrstu tíu ár félagsins...

Ekki séns að maður hafi tíma fyrir þetta. Semsagt best að byrja ekki.

Arnaldur | 25.2.2010 kl. 09:31
Arnaldur

Nákvæmlega! Svo er ekki ólíklegt að þetta verði að stjórnmálaflokk, og þá fyrst fara hlutirnir að verða flóknir. Prófkjör, framboð, allskonar vesen. Flokkurinn myndi svo ná mönnum inn á þing, og mögulega þurfa að taka þátt í ríkisstjórnarsamstarfi... Þetta er allt of mikið fyrir venjulegan mann.

Sveinbjörn | 26.2.2010 kl. 10:15
Sveinbjörn

"Sieg(fússon) heil" fannst mér frekar gott...