21.1.2010 kl. 20:20

Grein um upplifanir lógíska pósítívistans, aþeistans og kvennabósans Alfred Ayer þegar hann dó í 4 mínútur árið 1989.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar | 22.1.2010 kl. 01:11
Grétar

Interesting. Ég þekki svo sem ekkert til Ayers annað en anekdóðuna um hann, Tyson og Naomi Campell sem er snilld. En getur það verið að hann hafi verið það intellectually dishonest að hann hafi ekki viljað viðurkenna að hann hafi tekið trú? Eða er líklegra að þessi læknir sé að reyna að ná sér í 15 mínútur?

Sveinbjörn | 22.1.2010 kl. 15:26
Sveinbjörn

Já, það er spurning.

Þetta með lækninn kom ekki fram í ævisögu Ayers eftir Ben Rogers, sem ég las um árið.

Arnaldur | 25.1.2010 kl. 10:34
Arnaldur

Ég veit ekki með þetta. Það er þrennt sem mér dettur strax í hug:

A. Ayer virðist nú hafa verið þannig karakter að hann væri alveg líklegur til þess að hafa farið að fokkast eitthvað í þessum lækni ef hann fór eitthvað að quizza hann út í þetta.

B. Það að halda því fram að viðtöl við 63 einstaklinga um "near-death experiences" sé á einhvern hátt "the first medical evidence that proves the mind can continue to exist after the body is clinically dead, and that a form of afterlife is now scientifically explainable" er absúrt. Almennar draumfarir fólks á einni ævi eru svo ófrumlegar og einsleitar og innihalda að svo miklu leyti sömu þemu (að fljúga, að detta, osfrv.) að fólk hefur farið að halda skrár um það og telur sig eitthvað geta lesið í það. Það væri eins hægt að tala við 63 einstaklinga um upplifanir þeirra af útlimamissi og segja: "Nú höfum við kvalitatíf sönnunargögn sem sína fram á það á gaumgæfilegan hátt að fólk er dapurt og líður ekki vel með sjálft sig eftir að missa útlim. Margir breyta lífsháttum sínum. Sumir finna gjarnan draugaverki þar sem útlimir voru áður sem sýnir fram á að útlimirnir lifa áfram í eftirlífinu þó þeir hafi verið brenndir sem lífræni úrgangurinn sem þeir eru."

C. Það að lífsviðhorf Ayers hafi eitthvað breyst eftir þessa upplifun, segir ekki neitt. Ég myndi halda að það væri nokkuð eðlilegt að sjá heiminn í öðru ljósi þegar maður kemst svona harkalega að því að maður er dauðlegur.

Að lokum, jafnvel þó svo að Ayer hafi átt einhverja "trúarlega upplifun" þarna á sjúkrarúminu, finnst mér það ekkert minna valid þótt hann hafi í kjölfarið rationaliserað upplifunina og komist að þeirri niðurstöðu að þetta hefði verið bull og vitleysa, sem það vissulega var. Sjálfur hef ég hitt fyrir "Great Divine Beings" þegar ég hef blundað, eða verið annars illa fyrir kallaður. Ég hef líka orðið fyrir De J'a Vu og gengið í svefni. Ekki finnst mér rétt að lesa of mikið í það um eðli heimsins eða tilvist guðs.