18.1.2010 kl. 22:14

Ég pantaði mér bók á Amazon um daginn sem ég hélt að gæti ef til vill svarað þeirri brennandi spurning: Af hverju vita fyrsta árs nemarnir sem ég kenni svona lítið? Af hverju eru þeir varla skrifandi?

Bókin sem ég pantaði heitir All Must Have Prizes og fjallar um hnignun breskrar grunnmenntunar undanfarin 20 ár. Ég uppgötvaði hana eftir örstutta Google-leit. Nú hef ég hins vegar komist að því að bókin er eftir einhverja snargeggjaða öfgahægrisinnaða beyglu sem vill að allir læri latínu, hatar samkynhneigða, heldur að þróunarkenningin sé "bara kenning" og hefur viðrað skoðanir þess efnis að Barack Obama sé marxískur múslimi.

That was money ill spent.


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn Hákonarson | 18.1.2010 kl. 22:56
Aðalsteinn Hákonarson

Ég vil að allir læri latínu!

Sveinbjörn | 18.1.2010 kl. 22:57
Sveinbjörn

Þú og Einar Már Jónsson eruð þá sammála.

Steinn | 18.1.2010 kl. 23:14
Steinn

Latína smatína, allir eiga að læra forn persnesku!

Aðalsteinn Hákonarson | 19.1.2010 kl. 07:54
Aðalsteinn Hákonarson

Ja, Steinn, í fullkomnum heimi...

Steinn | 18.1.2010 kl. 23:19
Steinn

Shitturinn titturinn hvað þessi Melanie Phillips er tjúttuð lítil tussa. Hvernig ferðu úr því að skrifa fyrir það Guardian yfir í Daily Mail?

Sveinbjörn | 18.1.2010 kl. 23:26
Sveinbjörn

Væntanlega með því að breytast úr intellectual liberal yfir í hysteríska xenófóbíska reactionary rabble-rousynju.

Grétar | 21.1.2010 kl. 00:11
Grétar

Mögulega orsakað af æxli.

Sindri Gretarsson | 19.1.2010 kl. 15:48
Sindri Gretarsson

Prufadu ad taka Robin Williams a thetta, hann naer alltaf ad fanga athygli nemanda sinna i kvikmyndum...

Sindri | 19.1.2010 kl. 20:51
Sindri

Bannað að stela nafninu mínu hérna vinurinn.

S. G. Andersen | 20.1.2010 kl. 15:19
Unknown User

Rett, min mistok...

Doddi | 19.1.2010 kl. 16:52
Doddi

Ættir að kynna þér skrif Ann Coulter í framhaldinu.

Sveinbjörn | 19.1.2010 kl. 17:19
Sveinbjörn

Veit vel hver hún er, alveg snargeggjuð:

http://www.sveinbjorn.org/news/2004-12-07-22-59-54/Ann-Coulter-on-Canada.html

Það mætti segja að þessi Melanie Phillips sé eins konar Ann Coulter Bretlands...

Arnaldur | 20.1.2010 kl. 15:05
Arnaldur

Veistu það Sveinbjörn, það er ekkert eksklúsíft við það að nemendur þínir séu ófærir um að tjá sig í rituðu máli.

Sum bréfin sem ég fæ hingað, frá fólki sem á að heita menntað, eru til háborinnar skammar fyrir íslenskt menntakerfi.

Eða, to paraphrase:

Tú þanna! Þeta er ekekrt merkilegt þó að einkvað fólk þanna kuni ekki að skriva. Íslendigar eru ekkert mikið betri, meiraseiga þeir sem maður mindi seiga að væru með mentun.

The Thunderdemon | 20.1.2010 kl. 15:58
Unknown User

Hei, það er ekert findði við þa að kuna eki að srkifa.