14.1.2010 kl. 23:29

Eitt af því sem fólk frá háþróuðum þjóðum furðar sig oft á þegar það heimsækir Bretland eru vaskarnir, en líkt og svo margt annað hér í landi* hafa þeir lítið breyst frá síðari hluta 19. aldar. Þeir hafa yfirleitt tvo krana, einn fyrir heita vatnið og einn fyrir það kalda, á sitt hvorum endanum. Þetta er auðvitað vonlaust fyrirkomulag, handaþvottur verður eins konar taugakerfisævintýri þar sem maður brennir og frystir hendurnar til skiptis (eða brennir vinstri höndina og frystir þá hægri).

Íbúðin sem ég bý í um þessar mundir er nokkuð nýmóðens á breskan mælikvarða. Hún hefur til dæmis tvöfalt gler í rúðunum, en það þykir mikill munaður, eitthvað sem duglegt og metnaðarfullt breskt millistéttarfólk lætur sig dreyma um. Mesta tækniundrið er þó baðherbergisvaskurinn, en hann hlýtur að þykja nýstárlegur með meiru. Í stað þess að hafa sitt hvoran kranann fyrir heita og kalda vatnið er bara einn krani með tveimur bunum sem blandast ekki. Hér að neðan er mynd af þessari ótrúlegu framtíðartækni í aksjón.


breskur krani

* T.d. salerni, húsnæði, stéttaskipting, tekjudreifing, stjórnkerfi.

3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 15.1.2010 kl. 00:45
Halldór Eldjárn

En er nútímamunaður eins og þröskuldur í íbúðinni þinni?

Sveinbjörn | 15.1.2010 kl. 11:26
Sveinbjörn

Nei, engir þröskuldar hér frekar en í stúdentahúsnæðinu í LSE:

http://sveinbjorn.org/news/2006-11-07-16-39-47/Uppfinningin-sem-komst-ekki-til-Bretlands.html

Arnaldur | 15.1.2010 kl. 10:25
Arnaldur

Gott comment þarna við greinina:

"the only things that they do not deny from themself are holidays, alcohol, drinking and shopping. but they do not buy mixer taps, plaster for their walls, and they do not insulate their disgusting properties.