11.1.2010 kl. 21:06

Þessi grein hér eftir Paul Krugman minnist á svolítið sem ég hef oft velt fyrir mér. Af hverju er alltaf bara talað um almennan hagvöxt, eins og það sé markmið í sjálfu sér?

Samfélög sem fá mikið af innflytjendum og hafa íbúa sem fjölga sér hratt lenda auðvitað í því að hagkerfið þeirra stækkar því það er fleira fólk að vinna. Umræðan ætti hins vegar klárlega að snúast um hagvöxt á haus, ekki hagvöxt almennt. Það er betra að hafa fáa sem hafa það gott heldur en marga sem hafa það skítt. Hámörkun hagvaxtar sem slíks er absúrd markmið.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn Hákonarson | 11.1.2010 kl. 22:11
Aðalsteinn Hákonarson

Já... alveg eins og Pol Pot sagði.

Bjarki M | 12.1.2010 kl. 11:54
Unknown User

Er þetta ekki öfga hægri hugsunarháttur. Hamingja samfélagsins er meirri eftir því sem færri skera sig út úr fjöldanum. minni öfund.

Brynjar | 12.1.2010 kl. 17:11
Brynjar

Ætli hann sé ekki að meina fámenna þjóð frekar en fámenna elítu innan þjóðar.

Arnaldur | 13.1.2010 kl. 16:55
Arnaldur

Ég reyndar misskildi þessa setningu líka. Hún er illa framsett. Þakka þér fyrir að leiðrétta þennan misskilning.

Sveinbjörn | 13.1.2010 kl. 20:12
Sveinbjörn

I take exception to that, sir. Þetta er bara mjög skýrt fram sett, takk fyrir.

Sindri | 12.1.2010 kl. 18:12
Sindri

Svo er náttúrlega alltaf hægt að halda uppi hagvexti með miklum ríkisútgjöldum svona eins og Kínverjarnir gera til að líta vel út á pappírnum. En þá endar maður með tómar borgir eins og þessa hérna:

http://www.youtube.com/watch?v=0h7V3Twb-Qk

Sveinbjörn | 13.1.2010 kl. 15:52
Sveinbjörn

Þetta er svolítið rosalegt.

Sveinbjörn | 15.1.2010 kl. 11:40
Sveinbjörn

Var að fatta að ég hef skrifað um þetta áður:

http://sveinbjorn.org/news/2007-06-06-16-29-32/GDP---per-capita,-anyone.html