18.12.2009 kl. 01:06

Fyrr í ár skrifaði ég færslu um vísindalega ömurlegustu tónlist allra tíma.

Svissneskur vinur minn David Hesse stúderar "Scottish diaspora culture." Um daginn benti hann mér á hina merkilega ömurlegu þýsku hljómsveit Claymore [fáránlega flott vefsíða].

Hér flytur Claymore epíska meistarastykki sitt, lagið Highlander Hvern hefði grunað að stock low-end elektrónískir synþar, miðaldaflautur og tempraðir over-drive gítarar væru svona góð blanda?
3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grímur | 18.12.2009 kl. 09:29
Grímur

Hehe... Það má nú áreiðanlega ýmislegt segja um hljómborðin í þessu lagi, en af myndbandinu að dæma eru syntharnir ýmislegt annað en low-end.
Ég er annars alveg að fíla þennan söngvara. Tröllslega vaxinn, sköllóttur karl í skotapilsi? Gerist það svalara?

Halldór Eldjárn | 18.12.2009 kl. 13:05
Halldór Eldjárn

Þetta er bara svona eins og Þursaflokkurinn!

Nema bara miklu verra :D

Steinn | 21.12.2009 kl. 13:04
Steinn

Úff... ég gat bara mínútu. Þetta er einum of vont. Þetta er léleg glam/prog-rokkhljómsveit sem hefði átt að leggja upp laupana fyrir um 30 árum, eða svona rétt eftir að þeir byrjuðu.