16.12.2009 kl. 21:11

Bretar hafa skarað fram úr á alls konar sviðum evrópskrar menningar: þeir voru fyrstir að iðnvæðast og koma upp almennilegu bankakerfi, rituðu margar merkustu skáldsögur vestrænnar menningar, voru fremstir á báti í vísindabyltingu 17. aldar og síðan þarf varla að minnast á framlög þeirra til vestrænnar heimspeki.

Hins vegar hafa Bretar engin góð klassísk tónskáld.

Þjóðverjarnir hafa Bach, Beethoven, Mendelssohn, Wagner, Brahms, o.s.fv.

Frakkarnir hafa Ravel, Berlioz, Debussy, Saint-Saëns, Bizet, Fauré, o.s.fv.

Austurríkismenn hafa Haydn, Strauss, Mahler, Mozart, Schubert, o.s.fv.

Ítalirnir hafa Donizetti, Verdi, Rossini og Puccini.

Ungverjarnir hafa Liszt og Bartok, og meira að segja Pólverjarnir hafa Chopin (og eitthvað tilkall til Shostakovich).

En hvað með Bretana? Mér dettur bara tvö nöfn í hug: Elgar og Purcell, og báðir voru "mediocre at best," eiga svo sannarlega ekki heima í flokki með ofantöldum.

Bretarnir höfðu engin góð tónskald. Af hverju?


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 16.12.2009 kl. 21:48
Sindri

Mér dettur til dæmis í hug Gustav Holst, kannski enginn "snillingur" en mér hefur alltaf líkað ágætlega við verkið hans, The Planets.

Sindri | 16.12.2009 kl. 22:03
Sindri

Það má náttúrlega bæta því að hann var ekki hreinræktaður Breti.

Sveinbjörn | 18.12.2009 kl. 03:20
Sveinbjörn

Já, góður punktur. En eins og þú segir, Holst virkar ekki beinlínis eins og "salt of the earth" Breti.

Eiki | 16.12.2009 kl. 22:04
Eiki

Ég bíð bara eftir að heyra smellinn þegar Svanur greiðir þér vel útilátinn löðrung með milljón diska heildarsafni Benjamin Britten.

Lúskr!

En nei, ég hef ekkert til málanna að leggja. Nema að einhvern tímann munu Bítlarnir örugglega teljast klassísk tónlist...

Grétar | 16.12.2009 kl. 22:37
Grétar

Händel bjó lengst af í London, en það telst kannski ekki með.

Sveinbjörn | 17.12.2009 kl. 03:20
Sveinbjörn

Nei, það telst EKKI með.

Grétar | 17.12.2009 kl. 05:15
Grétar

Caps lock er fyrir GELGJUR!!!!1

Sveinbjörn | 18.12.2009 kl. 02:21
Sveinbjörn

Hvaðahvaða, Grétar, ertu svona CASE SENSITIVE?

http://www.balur.net/2007/01/case-sensitive.html

Arnaldur | 17.12.2009 kl. 09:18
Arnaldur

Goldie og Metalheadz!!!

Steinn | 18.12.2009 kl. 16:22
Steinn

Halló, Robbie Williams, Spice Girls, East 17, Blue... the list is ENDLESS!!!!11!! (hver er gelgja núna?)

Irish freedom fighter | 24.12.2009 kl. 16:42
Unknown User

Mér finnst Michael Nyman vera mjög góður tónskáld.