15.12.2009 kl. 01:51

Af hverju er Ísland ekki í hvítasta flokknum? Ég hefði haldið að við værum mögulega ein hvítasta þjóð í heimi, öll náföl og beinhvít að tjokkóum og "hnakkamellum" undanskildum. Eitthvað er nú eitthvað að klikka hérna ...

hudlitur

Augnlitur

augnlitur

Hárlitur

harlitur

Þetta er úr afar áhugaverðri umfjöllun um ástæður þess að fólk er með svona lítið melanín í Norður-Evrópu.


12 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

S.G. Andersen | 15.12.2009 kl. 11:04
Unknown User

Áhugaverð grein... persónulega skammast ég mín fyrir hvíta kynstofninum...

Arnaldur | 15.12.2009 kl. 15:16
Arnaldur

Ekki vera svona barnalegur... (nudge, nudge)

Arnaldur | 16.12.2009 kl. 10:55
Arnaldur

Þetta átti sko að vera vísun í greinina. Neoteny og allt það...

Mér fannst ég vera geðveikt fyndinn.

Arnaldur | 15.12.2009 kl. 15:12
Arnaldur

Ég held að þetta sé rétt samt. Þó að hér sé mikið af náfölu fólki, þá tekur maður samt alveg eftir því að það er mun dekkra hár í gangi hérna en t.a.m. í Danmörku. Það er þessi íslenski músagrábrúni hárlitur.

En hitt er svo annað að íslendingar hafa alltaf virkað ofboslega fölir á mig. Jafnvel með fölasta fólki í heimi, mögulega að Bretum undanskildum.

Sveinbjörn | 15.12.2009 kl. 15:14
Sveinbjörn

Efsta kortið er bara húðlitur, ekki hárlitur eða augnlitur.

Arnaldur | 15.12.2009 kl. 15:14
Arnaldur

Hefur Ísland ekki bara lent utan við þessi úrtök og verið reiknað eitthvað meðaltal á okkur. Væri ekki í fyrsta sinn.

Brynjar | 15.12.2009 kl. 16:48
Brynjar

lesið smáa letrið:

From data collected by R. Biasutti prior to 1940. While imprecise, these data are, unfortunately, the best that are available.

Ætli við höfum ekki bara verið talin til annara skrælingja í nýlendum danakonungs.

Arnaldur | 16.12.2009 kl. 10:47
Arnaldur

Jú, þeir hafa pottþétt skrifað okkur niður sem eskimóa. Enda fáir aðrir sem myndu vilja búa á svona skítaskeri.

Grétar | 15.12.2009 kl. 23:50
Grétar

Arnaldur: Skotland er klárlega fölasta land í heiminum.

Arnaldur | 16.12.2009 kl. 10:48
Arnaldur

Já. Skotland var nú include-erað sem hluti af Bretlandi í þessum postuleringum mínum...

Þórir Hrafn | 16.12.2009 kl. 17:11
Þórir Hrafn

Imperialisti.

Sveinbjörn | 18.12.2009 kl. 02:46
Sveinbjörn

Já, þeir eru með svo ofsalega mikið af svona náhvítu rauðhærðu, fölu fólki sem verður tómatlitað annað hvort í sólinni eða með aldrinum og áfenginu.