14.12.2009 kl. 23:09

Google Autosuggest er stórskemmtilegt. Sinfóníur Beethovens eftir vinsældum:

beethoven symphonies autosuggest

Þetta er alls ekki svo fjarri því hvernig ég myndi raða þeim, þótt mér hafi reyndar alltaf þótt 5. vera ofmetin, og finnst 3., 6. og 7. klárlega vera betri. Kemur heldur ekki á óvart að annar hluti 7. sinfóníunnar skuli vera þarna neðst -- æðislegt verk:

Þess ber að geta að það er argasti barbarismi að hlusta á eitthvað annað en Karajan/Berlin Philharmonic upptökurnar...


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Gunni | 15.12.2009 kl. 00:33
Gunni

Ég veit það ekki, mér finnst annað movement í sjöundu langt frá því að vera grípandi miðað við margt annað.

Gefðu mér þá frekar sjöttu eftir Tchaikovsky eða Music for the funeral of Queen Mary eftir Purcell.

Eða bara eitthvað af þeim toga, sem fær mann til að vilja hengja sig um leið og það hressir og kætir :D

Sveinbjörn | 15.12.2009 kl. 00:39
Sveinbjörn

Þú ættir þá að tjekka á Sarabendeinum eftir Handel úr kvikmyndinni Barry Lyndon:

http://www.youtube.com/watch?v=G8D4c0hLkZk

Kubrick kunni þetta.


Annars má geta þess að í crummy bíómyndinni Immortal Beloved um ævi Beethovens þá skaut frændi hans sig við annan hluta 7du sinfóníunnar. Honum mistókst að fyrirfara sér. Hefði betur valið annað verk ;)

Gunni | 15.12.2009 kl. 00:34
Gunni

Tek það reyndar fram að þetta er fantagóð sinfónía eins og flest annað sem Beethoven gerði.

Grétar | 15.12.2009 kl. 01:13
Grétar

Sammála þér með Karajan/Berlin Philharmonic.

Sveinbjörn | 15.12.2009 kl. 01:18
Sveinbjörn

Ég ólst upp við þessar upptökur og hef hlustað alveg endalaust á þær. Það er orðið þannig að ég bókstaflega *get ekki* hlustað á aðrar upptökur -- finnst tímasetningin á öllu vera kolröng, áherslurnar vitlausar o.s.fv. Gerir mig alveg brjálaðan...

Grétar | 15.12.2009 kl. 23:52
Grétar

Ones you go Karajan you can't go backagain?

Ok ég skal skammast mín.

Sveinbjörn | 15.12.2009 kl. 23:54
Sveinbjörn

Chairman ROFLMao!

Arnaldur | 16.12.2009 kl. 10:50
Arnaldur

LOL my god!

Arnaldur | 15.12.2009 kl. 15:20
Arnaldur

Þið eruð bara þröngsýnir merkja-þrælar.

Sveinbjörn | 15.12.2009 kl. 15:21
Sveinbjörn

Ég fæ ekki betur séð en að ÞÚ sért sjálfur merkjaþræll, með nafn eins og Arnaldur™