4.12.2009 kl. 03:49

Þótt ég sé í grófum dráttum sammála honum um trúarbrögð hefur mér alltaf þótt Richard Dawkins frekar leiðinlegur og patronising. Ég skal hins vegar gefa karlinum það að hann er ótrúlega góður að svara fyrir sig.

Fyrir ekki svo löngu linkaði ég yfir á Bill O'Reilly viðtal við hann. Hér er hann í BBC HardTalk og tekur spyrilinn Steven Sackur (sem er yfirleitt býsna góður) alveg í bakaríið.Geir Haarde stóð sig ekki svona vel...


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 4.12.2009 kl. 14:23
Sindri

Mér hefur alltaf þótt Richard Dawkins ágætur, ekkert sérstaklega leiðinlegur.

Ég man sérlega vel eftir Bill O'Reilly viðtalinu. Hann er svo skemmtilega mikið fífl sá maður, sbr. þetta hér : http://www.youtube.com/watch?v=2tJjNVVwRCY
og eiginlega öll hans viðtöl.

Grétar | 4.12.2009 kl. 15:15
Grétar

Djöfulsins snillingur!

Grétar | 4.12.2009 kl. 15:26
Grétar | 4.12.2009 kl. 15:12
Grétar

Hann var ágætur í þessu viðtali, en ég hef oft séð hann jafn góðann eða betri. Mér fannst spyrjandinn bara svo slakur. Það er rosalega lélegt að koma með punktinn um að Stalín hafi verið atheisti, og þar af leiðandi hafi tugmilljónir manna dáið af völdum atheisma. Þetta er annað hvort heimska eða intellectual dishonesty. Hvort heldur það er þá er það forkastanlegt hjá einhverjum í hans stöðu.

Sveinbjörn | 4.12.2009 kl. 15:16
Sveinbjörn

Já, merkilega slök frammistaða hjá HardTalk gaurnum, sem er yfirleitt frekar skarpur. Þetta eru algjörlega spurious punktar sem hann er að koma með.

Við Stalínpunktinn hefði ég komið með betra svar en Dawkins. Ég hefði bent á að bæði Stalín og Hitler voru með yfirvaraskegg: Gerir það yfirvaraskeggjaða menn að fjöldamorðingjum?

Grétar | 4.12.2009 kl. 15:19
Grétar

Já eða Hitler var grænmetisæta, átti hund var lágvaxinn etc.