2.12.2009 kl. 15:26

Ég var að lesa býsna fyndin þráð á póstlista Reykjavíkurakademíunnar:


From: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir 
Subject: Hvar er pláss fyrir skapandi hugsun í samfélaginu?
Date: December 1, 2009 10:27:54 PM GMT
To: forum@akademia.is

Listaháskólinn stendur fyrir áhugaverðri málstofu á alþjóðlegri 
ráðstefnu um skapandi hugsun og ungt fólk, sem fer fram á Grand 
hótel dagana 2.-4. desember.  Málstofan ber yfirskriftina "Where 
is the Place for Creativity in Society?" og er ætlað að fjalla um 
skapandi hugsun í samfélaginu út frá margvíslegum og gagnrýnum 
sjónarhornum. Málstofan fer fram á ensku föstudaginn 4. desember 
kl. 10.30-12.00 og er henni lýst svona á heimasíðu ráðstefnunnar:

The workshop participants will address the question "Where is 
the Place for Creativity in Society?" by drawing on their own 
experiences, critical reflections and backgrounds.  Participants 
will reflect upon the agency of creativity in society in general, 
as well as discussing creativity as a particular source in 
society's various institutions, such as the business sector, higher 
education and science, administrative sector and bureaucracy, in
addition to the culture and arts sector. Participants are lead 
together from different spheres in Icelandic society, in order 
to form a dynamic and critical dialogue, not least in the light 
of recent development that lead to the collapse of the country.

...


From: Mörður Árnason Subject: RE: Hvar er pláss fyrir skapandi hugsun í samfélaginu? Date: December 2, 2009 9:03:48 AM GMT To: Ólöf Gerður Sigfúsdóttir , forum@akademia.is Takk fyrir það. En hver af þessum níu merku þátttakendum í málstofunni kann ekki íslensku? // Mörður
From: Borgþór Kjærnested Subject: Re: Hvar er pláss fyrir skapandi hugsun í samfélaginu? Date: December 2, 2009 10:12:31 AM GMT To: forum@akademia.is Sæll Mörður. Tek undir þína spurningu, þetta er að verða með algerum ólíkindum - íslendingar og skandinavar bjagast á ensku og tala eins og 10 - 12 ára unglingar með örfáum undantekningum. Eru Bretar og Bandaríkjamenn eitthvað andlega fatlaðar þjóðir sem aldrei geta lært annað mál en sitt eigið? Það verður að fara að gera eitthvað í málinu. Men eru farnir að rísa upp hér í Finnlandi. Kær kv Borgþór
....
From: Magnus S. Magnusson Subject: RE: Hvar er pláss fyrir skapandi hugsun í samfélaginu? Date: December 2, 2009 1:13:46 PM GMT To: forum@akademia.is Sem nývaknaður þverhaus á tímamun ("jetlag") eftir langa USA-ferð verð ég að segja: Já, nú er nóg komið, sannarlega kominn tími á að Bandaríkjamenn taki sig á í Finnskunni nú eða auðvitað í sjálfri Dönskunni. Það er t.d. ömurlegt að hitta Bandaríkjamann sem getur ekki einu sinni borðið rétt framættarnafnið Kærnested (okkur íslensku nafnleysingjunum er hreinlega ofboðið). Já, aldeilis fáránlegt væri að bæta Enskukunnáttu Skandinava, hvað þá Íslendinga, nei, hreint ekki þeim samboðið. (Enska margra Skandinava er nú annars oft ótrúlega góð enda missa víst sumir þeirra af margra ára dönskunámi). Já, lengi lifi mannheimskan og ekki er nú eins og við Íslendingar séum þekktir fyrir að haga okkur neitt óskynsamlega þó men telji svo vera t.d. í Chicago, Denver, Arizona og Los Angeles (jafnvel víðar?). Megi allir vel lifa, MSM.

15 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 2.12.2009 kl. 15:51
Sindri

Haha. Spurning Marðar er alveg góð og gild. Ef enginn þátttakenda er enskumælandi er alger óþarfi að hafa póstinn á ensku en þessi Borgþór virðist misskilja þetta eitthvað. Hann leggur til að eitthvað verði að gera í málinu, en spurningin er hvað er hægt að gera í málinu. Kenna öllum Bretum og Bandaríkjamönnum öll mál heimsins? Þvílíkt rugl. Gott svar hjá Magnúsi.

Sveinbjörn | 2.12.2009 kl. 15:52
Sveinbjörn

"alþjóðlegri ráðstefnu"

Það væri nú býsna írónískt að halda "alþjóðlega ráðstefnu" á íslensku.

Sindri | 2.12.2009 kl. 15:57
Sindri

Já það segirðu satt. Ég tók ekki eftir þessu orði "alþjóðlega". Sjónleysi mitt er farið að há mér.

Sindri | 2.12.2009 kl. 15:55
Sindri

átti að standa þarna: ef einhver þátttakandi er ekki íslenskumælandi eða ef allir þátttakendur eru íslenskumælandi...

Sindri | 2.12.2009 kl. 16:17
Sindri

..einn..

Sindri | 2.12.2009 kl. 16:19
Sindri

..tveir .. afsakaðu floodið. :)

Sveinbjörn | 2.12.2009 kl. 16:23
Sveinbjörn

?

Sindri | 2.12.2009 kl. 16:30
Sindri

Hehe, never mind. Smá test.

Sindri | 2.12.2009 kl. 16:14
Sindri

Eigum við þá ekki bara gera eins og Þjóðverjarnir og neita að tala ensku? Hreinsa málið, döbba allt sjónvarpsefni o.s.frv., skapa hér samfélag málhaltra einstaklinga á alþjóðavísu?

Ég er hins vegar á þeirri skoðun að það sé ástæða til að endurskoða íslenskukennsluna. Margir fullorðnir Íslendingar kunna hvorki að tala né skrifa. Það er í raun ótrúlegt að lesa sumar færslur og athugasemdir á netinu.

Sveinbjörn | 2.12.2009 kl. 16:21
Sveinbjörn

Tjah, hefur það ekki alltaf verið þannig? Núna er það bara þannig að netið gefur öllum tækifæri til þess að tjá sig....

Sindri | 2.12.2009 kl. 16:31
Sindri

Já, reyndar. Vandamálið er ef til vill bara meira uppi á yfirborðinu núna. En þetta er alveg hrikalegt ástand.

Steinn | 2.12.2009 kl. 22:00
Steinn

Whoa, þessi umræða er farin að vera jafn súr og sú sem þú skrifar um, aðalega Sindra að kenna.

Sindri | 4.12.2009 kl. 14:10
Sindri

Já, það er nauðsynlegt að ræða þessi mál.

Doddi | 3.12.2009 kl. 22:58
Doddi

"Men eru farnir að rísa upp hér í Finnlandi."

Rosalegt!

Sveinbjörn | 3.12.2009 kl. 22:59
Sveinbjörn

Já, skil það vel.

Finn-Úngrísk mál eru klárlega framtíðin.