11.11.2009 kl. 18:46
dark continent

Ég hef undanfarið verið að lesa stórmerkilega og hreint út sagt framúrskarandi sagnfræðibók sem heitir Dark Continent: Europe's Twentieth Century, eftir Mark Mazower. Bókin fjallar um hugmyndafræðileg átök á 20. öld, og dregur upp mynd af hugmynda- og stjórnmálasögu 20. aldar sem stangast á við þá hefðbundnu sem við kynnumst í skóla.

Mazower færir rök fyrir því að einkenni 20. aldarinnar hafi verið átök og málamiðlanir milli þriggja hugmyndafræðilegra kerfa -- nefnilega, sósíalisma, fasisma og lýðræðislegs frjálslyndis. Þótt hugmyndakerfin tvö, sósíalismi og nasismi, hafi í dag horfið frá sjóndeildarhringnum, hafi þau verið lifandi valkostir sem svöruðu ákveðnum pólitískum þörfum í Evrópu í lok fyrra stríðs. Endanlegur sigur lýðræðis og frjálslyndis, sú teleólógíska sýn sem menn hafa á undanfarin hundrað ár eða svo, sé falshugmynd og blekking, raunin hafi verið sú að á hinum ýmsu köflum gátu evrópuríkin þróast í allt aðrar pólitískar áttir en þau gerðu.

Mæli eindregið með henni fyrir þá sem hafa einhvern áhuga á bakgrunninum að hugmyndasögu okkar tíma.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Dagur | 12.11.2009 kl. 09:29
Dagur

Það er annars ferlegt hvað sagan sem við lærum í skóla, og kannski drjúgur hluti hugmynda okkar um heiminn, er mikil goðsögn. Þetta gildir ekki síður um Ísland og það sem við lærum í íslenskum skólum.

Þetta sem ég rakst á um daginn, þó ekki beint tengt þessari bók sem varst að lesa, er skemmtileg lesning og prýðisgott mótvægi við ýmsum landlægum goðsögnum um Ísland:

http://www.gljufrasteinn.is/info.html?super_cat=2&cat=19&info=1636

Hugi | 12.11.2009 kl. 19:36
Hugi

Klæjar í skinnið að komast í þessa - ætla að kíkja við í bókabúð á leiðinni heim.

Sveinbjörn | 13.11.2009 kl. 08:15
Sveinbjörn

Það er bara að vona að hún fáist heima. Annars get ég líka bara lánað þér hana þegar ég kem heim yfir hátíðirnar.

Eiki | 13.11.2009 kl. 12:42
Eiki

Við má bæta því sem Chomsky benti á í samhengi við "personhood" stórfyrirtækja.

The intellectual backgrounds for granting such extraordinary rights to "collectivist legal entities" lie in neo-Hegelian doctrines that also underlie Bolshevism and fascism...