10.11.2009 kl. 08:37

Ég hef fylgst vandlega með erlendum fréttum um Ísland síðan kreppan skall á, og pirrað mig mikið á því hvernig þær eru iðulega pakkaðar af alls kyns klisjum, bulli og hýperbólu um Ísland og Íslendinga. Ég veit ekki hverjir eru að mata erlendu blaðamennina með þessu kjaftæði.

Í dag rýndi ég eilítið í bókina Meltdown Iceland eftir Roger Boyers, breskan blaðamann. Ég er varla kominn 10 bls. inn í hana og er strax búinn að rekast á bull eins og:

[Um lánabóluna] The bankers explained to fishermen and farmers that they needed to wait no longer for coveted cars or new homes....

Bændur og sjómenn eru innan við 6% af íslenska vinnumarkaðinum. Þetta hefur verið nokkurn veginn fast hlutfall í áratugi. Íslenski vinnumarkaðurinn samanstendur að langmestu leyti af þjónustustörfum, eins og tíðkast í öðrum þróuðum iðnríkjum. Samfélag bænda og sjómanna tilheyrir grárri forneskju fyrirstríðsáranna.

[Um áhrif nýtilkomnar fátæktar] Old delicacies such as ram's testicles, flattened sheep's heads and grilled whale were returning to the dining table in the absence of white truffles flown in from Copenhagen.

Hef séð svipaðar staðhæfingar í greinum í Guardian. Þetta er auðvitað argasta vitleysa. Mér þykir afar ólíklegt að menn éti hval eða þorramat eitthvað oftar nú en áður. Sparsamir Íslendingar éta kjötbollur og pasta. Þetta er svona blaðamennska sem fæst af því að lesa um Ísland á Wikipedíu og gefa ímyndunaraflinu frjálsar hendur.

[Um breytt hlutverk bankanna] ...past the brutalist architecture of the three banks, where Icelanders now settle their electricity bills rather than check their offshore stock portfolios.

Það eru liggur við bara gamalmenni sem greiða reikningana sína í bankaútibúum. Langflestir gera það sjálkrafa með mánaðarlegum greiðslum, eða þá gegnum netbanka, enda höfum við búið við bankaþjónustu sem var og er enn einstaklega skilvirk og góð, þá sérstaklega í samanburði við Bretland. Þar að auki þá eru höfuðstöðvar Glitnis og Kaupþings -- 'brutalist architecture' indeed -- ekki með þjónustuútibú.

Æi, þetta hljómar kannski nöldurslegt í mér, en ég verð bara svo rosalega þreyttur á að lesa og hlusta á þessar klisjur aftur og aftur...


29 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Einar | 10.11.2009 kl. 09:22
Einar

Talar hann ekkert um almenna álfatrú?

Arnaldur | 10.11.2009 kl. 09:38
Arnaldur

Fokkings álfavitleysan...

Sveinbjörn | 10.11.2009 kl. 10:59
Sveinbjörn

Já, hvenær byrjaði sú þvæla? Þetta er eitthvað sem ég rekst á aftur og aftur, hef meira að segja verið spurður út í þetta, og oft er þetta eitt af fáum "staðreyndum" sem fólk veit um Ísland....

Ég man ekki eftir því að hafa nokkru sinni hitt Íslending sem trúir á álfa og huldufólk.

Sveinbjörn | 10.11.2009 kl. 13:42
Sveinbjörn

Nei, heyrðu, ætli álfavitleysan hafi ekki birst á blaðsíðu 80...

Arnaldur | 11.11.2009 kl. 14:19
Arnaldur

Þetta er allt Sigurrós að kenna...

Sveinbjörn | 11.11.2009 kl. 14:21
Sveinbjörn

Já, Sigurrós og Björk.

Björk lítur auðvitað út eins og álfur...

Arnaldur | 11.11.2009 kl. 14:37
Arnaldur

Svo er náttúrlega fullt af álfum út um allt hérna. T.d. Vilhjálmur Egilsson, Sigmundur Davíð, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason. Svona mætti lengi telja.

Einar Jón | 13.11.2009 kl. 08:11
Einar Jón

Er þetta þá ekki líka forsætisráðherrnaum að kenna?
Davíð sagði það, og hann veit allt...

Arnaldur | 10.11.2009 kl. 09:37
Arnaldur

Já. Ég hef mikið verið að hugsa um þetta undanfarið.

Meiraðsegja reputable news source-ar tala oft ekki um annað en slátur, álfa og einhverja álíka vitleysu.

Ég held að þetta sé einkum samspil tveggja þátta. Ég heyrði útvarpsviðtöl við íslendinga af götunni á BBC. Útvarpsmaðurinn var að spyrja fólkið hálf-leiðandi spurninga, og fólkið tók þá upp hjá sér að falla að hugmyndum útvarpsmannsins og ýkja allt stórkostlega.

Þórir Hrafn | 10.11.2009 kl. 09:46
Þórir Hrafn

Það sem fríkar mig mest út þegar ég sé svona fréttir er þessi spurning.

Ef fréttir af Íslandi eru svona fáránlega bjagaðar, hversu bjagaðar eru þá þær "fréttir" sem við fáum af öðrum ríkjum?

Einar | 10.11.2009 kl. 09:57
Einar

Góður punktur

Sveinbjörn | 10.11.2009 kl. 12:52
Sveinbjörn

Já, tek undir það.

Eiki | 10.11.2009 kl. 10:01
Eiki

Í Svíþjóð er lesbíubær skv. kínverskum fjölmiðlum.

Þar búa víst margar kynslóðir lesbía.

Sveinbjörn | 10.11.2009 kl. 12:53
Sveinbjörn

Er það kannski fokkíng Amal?

Eiki | 10.11.2009 kl. 15:29
Eiki

Kannski er það hliðstætt við Boxing Helena og Educating Rita.

Eiki | 10.11.2009 kl. 09:58
Eiki

Á Grikklandi var ég spurður hvaðan ég væri og sagði "Iceland". Þá var spurt: "Iceland? Is that Ireland?"

Er ekki bara merkilegt að fólk viti yfirleitt af okkur, af góðu eða slæmu?

Hvernig var með grindhvalsljósmyndina sem allir héldu að væri af tradisjónal íslenskum hvalakvalalosta?

Ghaddafi sagði annars frá því í viðtali að erfitt væri fyrir Líbýumenn að díla við Skandinava sem gegnu allsberir á götum úti. Það er víst ekki eins algengt í Líbýu.

Árni | 10.11.2009 kl. 11:30
Árni

Þessi fyrstu tvö eru dæmi um afleitar fullyrðingar sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta þriðja er meira svona "Hey, Kaninn er núna svo atvinnulaus að hann á ekki bensín til að keyra á McDonalds lengur" pæling. Ekkert voðalega factual en á ekki að vera það.

Sveinbjörn | 10.11.2009 kl. 12:56
Sveinbjörn

Já, rétt, en það er einmitt vandinn með svona klisjukennda retórík -- það er ekki alltaf klárt hvort menn séu að tala í alvöru eða ekki.

Sindri | 10.11.2009 kl. 13:12
Sindri

Varðandi ýmsar klisjur um Íslendinga, þá er það því miður oft þannig að Íslendingar sjálfir gera í því að ýkja sögurnar um álfatrú, hrútspungaát og aðra villimennsku, einungis til þess að gera sjálfa sig dálítið sérstakari í augum erlendra viðmælenda sinna. Þannig vindur þetta upp á sig.

En við erum náttúrlega bara bölvaðir villimenn og óttalegir álfar þegar svo ber undir. Þurfum við ekki bara að sætta okkur við það?

Sveinbjörn | 10.11.2009 kl. 13:39
Sveinbjörn

Ég held nú að okkar kynslóð -- og þær sem eftir okkur komu -- hafi voða lítið skylt við "gamla Ísland". Við þekkjum bara markaðssamfélagið, pítsur, ameríska sjónvarpsþætti, sólarlandaferðir til Benidorm. Við erum í grófum dráttum eins og hver önnur vúlgar, menningarsnauð ameríkaníseruð þjóð... e.t.v. aðeins heimapúkalegri, aðeins naívari, aðeins vitlausari ... en ekkert svo mikið, held ég.

Arnaldur | 11.11.2009 kl. 14:21
Arnaldur

Já, það virðist vera svona þegjandi samkomulag um að perpetuate-a þessa rugluðu steríótýpu bæði af hálfu Íslendinga og þeirra sem um þá fjalla.

Ótrúlega vont samt þegar þetta fær að vaða uppi í heimildum sem ættu að vera faktúal og korrekt.

Gunnar Ingi | 10.11.2009 kl. 14:41
Unknown User

afhverju ætti ekki að vera meiri hvalkjöts neysla núna? fyrst það er nú einu sinni komið í búðir, og er helmingi ódýrara en góð steik og alls ekki síðri á bragðið?

Magnús Magnússon | 10.11.2009 kl. 22:03
Magnús Magnússon

Álfar á hvalveiðiskipum að veiða slátur og huldufólk ríðandi um hálendið á rollum í leit að næsta snjóhúsi laðar að fólk með myndavélar.

Bullið er gott fyrir túrismann.

Marta | 10.11.2009 kl. 23:14
Marta

Fyrir nokkrum vikum var ég að ræða við japanska stelpu sem er skiptinemi í HÍ og hún var mjög skeptísk þegar ég reyndi að leiðrétta þessa álfavitleysu. Hún var alveg handviss um að öll íslenska þjóðin tryði á álfa og hefði alltaf gert. Ég varð samt sjálf undrandi þegar hún sagði mér að fyrirfram ákveðin hjónabönd tíðkuðust enn í Japan og að hún gæti alveg hugsað sér að ganga í slíkt.

Magnús Magnússon | 11.11.2009 kl. 17:57
Magnús Magnússon

Ég einmitt lenti í skota um daginn sem þver tók fyrir að eiga sekkjapípu og sagðist aldrei ganga í pilsi.

Hann sagðist líka aldrei hafa kysst Blarney steininn og aldrei reynt að finna endann á regnboganum til að stela gulli af lebrechaunum.

Hann var ekki einu sinni heróín fíkill!

Sveinbjörn | 11.11.2009 kl. 18:44
Sveinbjörn

Hann var nú ábyggilega að ljúga með heróinið.

Dagur | 12.11.2009 kl. 09:53
Dagur

Þó það kunni að vera pínu bömmer fyrir útlending að koma til Íslands og búast við álfatrú og allri vitleysunni en komast svo að því að ekkert af þessu er satt, þá held ég að það sé enn verra fyrir útlending að koma til Noregs með þá hugmynd að Norðmenn séu boring og komast að því að það er satt.

Kveðja frá Noregi.

Grétar | 12.11.2009 kl. 23:09
Grétar

Eina sem gæti verið satt af þessum kvótum (sem voru nógu hroðaleg til að ég legg ekki í að lesa greinina) er þetta með þorramatinn. Ekki reyndar þennan þorrmat sem hann taldi upp þarna, þó hvalkjöt sé á boðstólunum og sé algjört lostæti, heldur slátur. Mér finnst ég hafa tekið eftir talsverðri aukningu í að fólk sé að kaupa óeldað slátur, eða að taka slátur sjálft. Ég hef svo sem engar tölur til að bakka þetta upp, en það eru alveg stórar kistur í hagkaupum etc. með hræódýru slátri og innmat.

Steinn | 14.11.2009 kl. 04:11
Steinn

Mér finnst slátur ekki vera þorramatur nema að hann sé settur í súr og hef þar af leiðandi engan áhuga á honum né öðrum súrmat.