30.10.2009 kl. 03:15

Fyrir ekki svo löngu síðan sótti ég og horfði á kvikmyndina Shock Waves (1977) bara á grundvelli Plot Summaríunnar á IMDB:

Visitors to a remote island discover that a reclusive Nazi commandant has been breeding a group of Zombie soldiers.

Myndin var slöpp, enda gömul og low-budget. Nú kemur í ljós að það er nýkomin út norsk kvikmynd sem heitir Død snø:

A ski vacation turns horrific for a group of medical students, as they find themselves confronted by an unimaginable menace: Nazi zombies.

Taglínan fyrir myndina er: Ein! Zwei! Die!

Ég verð fyrir miklum vonbrigðum ef þetta verður ekki besta kvikmynd allra tíma.


ein zwei die


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi Árni | 30.10.2009 kl. 12:22
Siggi Árni

Ég horfði á hana um daginn. Mjög hressandi :)

Það er nettur Evil dead bragur yfir henni.

En talandi um nazista og zombie-a, þá átti ég einu sinni á VHS mynd sem heitir Zombie Lake og fjallar um nazista sem eru í einhverju vatni í Frakklandi.

http://www.imdb.com/title/tt0081027/

Mig minnir að hún hafi ekki verið sérstök :)

Sveinbjörn | 30.10.2009 kl. 15:23
Sveinbjörn

Fyrsta reviewið er:

"Absolutely dreadful zombie flick."

grímur | 30.10.2009 kl. 13:02
Unknown User

Vinur minn skrifaði dóm um hana:

http://hrollur.wordpress.com/2009/05/08/16-dead-snow/

Halldór Eldjárn | 30.10.2009 kl. 14:59
Halldór Eldjárn

Coverið lítur dáldið út eins og Bad Taste + Der Untergang :D

Marta | 1.11.2009 kl. 07:37
Marta

Ágætis skemmtun, blóð og gore á norsku í snjó. Það sem mér finnst koma í veg fyrir að rætist úr hugmyndinni er að það er eins og myndin hafi átt að vera stór homage og orðið bara púsluspil úr öðrum myndum. Of margar og langar vísanir verða að senum sem hefur verið lyft beint úr öðrum myndum yfir í þessa. Fannst það svoldið fúlt en myndin samt þess virði að sjá.

Sindri | 1.11.2009 kl. 17:52
Sindri

Ég ætlaði á þessa mynd á RIFF hátíðinni en það var uppselt!