Paracelsus

Fyrir 3 árum, í tíma í vísindasögu við King's College í London, kynntist ég þýska 16. aldar alkemistanum og "lækninum" Paracelsusi. Paracelsus hét upprunalega Phillip von Hohenheim, en breytti því auðvirðilega nafni yfir í Theophrastus Philippus Aureolus Bombastus von Hohenheim. Hann var þekktur sem Paracelsus, sem þýðir "ofar en Celsus", en Celsus var víðkunnur rómverskur læknir. Auðmýkt var Paracelsusi framandi; hann áleit sig langtum fremri fræðimann en allir spekingar fornaldar samanlagðir.

Það fyrsta sem ég velti fyrir mér þegar ég las um hann var hvort enska lýsingarorðið bombastic væri dregið af nafni hans. EtymOnline segir að svo sé ekki. Því miður. Paracelsus var nefnilega einstaklega bombastic, alveg með eindæmum hrokafullur. Ég sprakk úr hlátri þegar ég las eftirfarandi málsgrein í einu riti hans:

I am Theophrastus, and greater than those to whom you liken me; I am Theophrastus, and in addition I am monarcha medicorum and I can prove to you what you cannot prove...I need not don a coat of mail or a buckler against you, for you are not learned or experienced enough to refute even a word of mine...As for you, you can defend your kingdom with belly-crawling and flattery. How long do you think this will last?...Let me tell you this: every little hair on my neck knows more than you and all your scribes, and my shoe buckles are more learned than your Galen and Avicenna, and my beard has more experience than all your high colleges. – Paracelsus, Selected Writings (1951), 79-80.

Maður þyrfti að leggja þetta á minnið. Gott að geta kastað einhverju svona fram ef maður er spurður erfiðrar spurningar eftir fyrirlestur. Horfa bara illilega á viðkomandi og segja "every little hair on my neck knows more than you and all your scribes, and my shoe buckles are more learned than your authorities, and my beard has more experience than all your high colleges."


11 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 26.10.2009 kl. 08:49
Sindri

Hehe, það er alltaf gaman að svona egósjúklingum sem þurfa að sannfæra sjálfa sig um að eitthvað sé í þá spunnið. Þetta er klassískt dæmi um hið svokallaða "Superiority complex" . Oftar en ekki sannast hið fornkveðna að það bylur hæst í tómri tunnu.

Sveinbjörn | 26.10.2009 kl. 15:29
Sveinbjörn

Paracelsus var samt mjög áhrifamikill á sínum tíma. T.d. þá drap Tycho Brahe sig með kvikasilfri, notandi þungamálms-heilsukúra Paracelsusar...

Sindri | 26.10.2009 kl. 08:54
Sindri

Ég held að þér hafi tekist að láta mig fá Mr. Boombastic með Shaggy á heilann eftir þessa færslu.

Grímur | 26.10.2009 kl. 11:43
Grímur

Vá, þetta lítur út eins og brot úr 16. aldar MC battle.

Sveinbjörn | 26.10.2009 kl. 15:28
Sveinbjörn

Já, klárlega. Ætli hann hafi ekki bara teygt rímurnar eins og Snoop Dawg?

every little hair on my neck knows more than you and all your scribes,
and my shoe buckles are more learned than your Galen and Avicennaeys,
and my beard has more experience than all your high collegaeys

Sindri | 26.10.2009 kl. 18:49
Sindri

Það væri flott að búa til einhvern takt undir þetta. Hver er til í að bösta rímurnar?

Grétar | 26.10.2009 kl. 21:39
Grétar

Ég er klárlega of hvítur í það.

Sveinbjörn | 27.10.2009 kl. 18:49
Sveinbjörn

Já, fáum bara Sindra sjálfan í það. Seint verður hann við hvíta menn kenndur...

Grétar | 29.10.2009 kl. 20:25
Grétar

Hann er samt svo mikill látúnsbarki, við megum ekki sóa honum í að busta rímur. Sindri verður í hlutverki feita svertingjans sem syngur adopteraðar línur úr gömlum r&b lögum í viðlaginu sbr. gaurinn í ganstas paradise með meistara Coolio.

Sveinbjörn | 29.10.2009 kl. 20:35
Sveinbjörn

Ég er að fíla þessa pælingu. Þá yrði viðlagið (syngist við Gangsta's paradise):

"Theophrastus Philippus ...
Aureolus Bombastus von Hohenheim"

"Theophrastus Philippus ...
Aureolus Bombastus von Hohenheim"

Grétar | 30.10.2009 kl. 12:42
Grétar

Snilld. Við erum alveg halfway there as skíta út þessu lagi. Þetta verður komið í spilun fyrir jól.