23.10.2009 kl. 02:56

Ég rakst á eftirfarandi á RÚV áðan:

Nick Griffin, leiðtogi Breska þjóðarflokksins, þvertók fyrir að vera nasisti í sjónvarpsumræðuþætti BBC í gærkvöld, hann vék sér hins vegar undan því að svara spurningum um helför gyðinga í seinni heimsstyrjöld, áður hefur hann lýst yfir því að frásagnir af henni séu uppspuni. Þátttaka Griffins í umræðuþættinum vakti miklar deilur í Bretlandi. Sumir segja fráleitt að herskáir kynþáttahatarar sem sái sundurþykkju og mannfyrirlitningu fái að boða stefnu sína í ríkisreknu sjónvarpi, aðrir segja Griffin og fylgismenn hans eiga sama rétt á málfrelsi og aðrir.

Nú vill svo til að ég horfði á þennan Question Time þátt á BBC iPlayer áðan. Ég verð nú að segja að mér finnst gjörsamlega absúrd af Bretum að láta sér einu sinni detta í hug að neita British National Party aðgangi að ríkisfjölmiðlum.

nick griffin

Ég fyrirlít fólk eins og Nick Griffin. Rasistaflokkurinn hans er hins vegar með tvo þingmenn á Evrópuþinginu. Hann er talsmaður flokks sem er virkur þátttakandi í bresku stjórnmálalífi og málsvari ákveðins hluta pöpulsins. Hann hefur þar af leiðandi skýran lýðræðislegan rétt til þess að láta í sér heyra í fjölmiðli sem rekinn er á kostnað skattborgaranna.

Látum hugmyndir BNP berjast fyrir lífi sínu á vígvelli hugmyndanna, sjáum hversu lengi þær endast. Miðað við hvernig Griffin var tekinn í karphúsið í kvöld grunar mig að það geri manni eins og honum engan greiða að vera settur í sviðsljósið með eiturskörpum spyrlum BBC.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Steinn | 23.10.2009 kl. 14:38
Steinn

Nick Griffin kvartar undan "lynch mob" sem tók á móti honum í Question Time.

http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/politics/8322322.stm

Hann er greinilega ekki búinn að hugsa úií hvað þetta er kjánalega orðað hjá sér, í ljósi þess að "lynch mob" seinni tíma, alla veganna í BNA, verið að hengja svarta.

Steinn | 23.10.2009 kl. 14:47
Steinn

admitted sharing a platform with former Ku Klux Klan leader David Duke - but described him as "almost totally non-violent".

Steinn | 23.10.2009 kl. 14:48
Steinn

Vantar Nick Griffin fyrst, hvarf sökum hornklofa.

Sveinbjörn | 23.10.2009 kl. 17:31
Sveinbjörn

"They 'hit the big time' in their own words," Welsh Secretary Peter Hain said. "You cannot treat the BNP - a racist party with fascist roots - like all the others."

Hvað með eftirfarandi?

"You cannot treat the conservatives -- a plutocratic party with absolutist roots -- like all the others."

"You cannot treat Labour -- a socialist party with communist roots -- like all the others."

Grétar | 25.10.2009 kl. 03:22
Grétar

Fullkomlega sammála þér. Það er því miður þannig að ef við viljum lýðræði þá þurfum við að taka því "warts and all". Þessir vitleysingar komust með tvo menn inn á Evrópuþingið, reyndar án þess að hafa bætt við sig neinu fylgi að ráði heldur meira út af því að fólk mætti ekki á kjörstað (sem segir ýmislegt um bresk stjórnmál), og eiga þar af leiðandi RÉTT á því að koma fram á BBC. Þeir geta ekki gert neitt tilkall til þess að einkareknir fjölmiðlar komi fram við þá eins og hina flokkana, en BBC verður að gera það.

En eins og þú segir þá er þetta algjör útsöluvara á markaðstorgi hugmyndanna. En gallinn er sá að pöpullinn gæti alveg viljað kaupa gölluð eintök (sjá vinsældir Friðriks Ómars fyrir hver jól), án þess að ég vilji hljóma eitthvað elitist.

Sveinbjörn | 25.10.2009 kl. 03:35
Sveinbjörn

Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta auðvitað bara um gömllu spurninguna: á að sýna óumburðarlyndum umburðarlyndi?

Þessi spurning birtist í hinum ýmsu myndum í flestum lýðræðissamfélögum: ætti t.d. að leyfa stjórnmálaflokka sem stefna aktívt að því að bylta lýðræðisskipulaginu og/eða réttarríkinu?

Þetta er flókið mál. En sannleikurinn er auðvitað sá að ef andlýðræðislegt pólitískt afl er með þess konar fylgi að þeir geta afnumið lýðræðisskipulagið á lýðræðislegan hátt, þá er e.t.v. lýðræðisleg valdtaka ekki ofarlega á áhyggjulistanum.

Síðan er það auðvitað þannig að réttarríkinu er í raun þegar bylt ef það er ekki frjáls pólitísk þátttaka fyrir alla.

Grétar | 25.10.2009 kl. 03:38
Grétar

Lýðræðið er rotnandi hræ...

Gallinn er eins og þú bendir á að þessar spurningar eru alltof flóknar og erfiðar til að svara almennilega. Þetta minnir í raun á spurninguna: Á að leyfa frjálsum einstaklingi að gera sjálfan sig að þræl einhvers?

Dagur | 9.11.2009 kl. 03:27
Dagur

Hann er reyndar ekki frjáls einstaklingur nema honum sé leyft það.