John Gray flutti þennan mjög áhugaverða og gagnrýna fyrirlestur um frjálshyggju árið 2005 í Póllandi. Ég hef oft minnst á Gray áður á þessari síðu og hef miklar mætur á skrifum hans. Þess má geta að Gray var um tíma einn af ráðgjöfum Margrétar Thatchers og þar að auki einn af doktorsleiðbeinendum Hannesar HG við Oxford.

Um miðjan 9da áratuginn snérist Gray gegn frjálshyggjunni og hefur verið ötull gagnrýnandi útópískra stjórnmálahugmynda undanfarin tuttugu ár.