Ég sæki alla mína tónlist á netinu og kaupi aldrei geisladiska. Enn fremur greiði ég heldur ekki fyrir þá tónlist sem ég sæki stafrænt gegnum netið, notast yfirleitt við torrent eða aðra file-sharing tækni.

Í dag reyndi ég að breyta frá þeim vana. Í dag reyndi ég að vera heiðarlegur.

Ég hef lengi haft mikið dálæti af ákveðnum tónverkum úr kvikmyndinni Onegin með Ralph Fiennes, byggð á ljóðinu eftir Pushkin.

Ég hafði hugsað mér að kaupa sándtrakkið úr kvikmyndinni og fór á amazon.co.uk með það fyrir stafni. Kemur í ljós að diskurinn var "out of stock". Ódýrasta notaða eintakið kostaði 38 pund, eða 7600 kr. Mér þótti það allt of mikið þannig að ég fór á amazon.com. Þar kostaði sami diskur notaður 75 dollara, eða 9200 krónur. Enn þótti mér þetta alveg fáránlega dýrt, en þá kom ég auga á MP3 aðgang að tónlistinni á 10 dollara, hugsaði mér gott til glóðarinnar og smellti á hnappinn til þess að kaupa. Þá vandaðist málið.

Amazon.com sagði mér að ég þyrfti að sækja og innsetja e-ð andskotans Amazon MP3 Download forrit. Ég er lítið hrifinn af því að setja inn hugbúnað frá svona fyrirtækjum, sem eru iðulega hlaðin auglýsingum og njósnabúnaði, ómögulegt að henda þeim, o.s.fv., en lét mig þó hafa það, sótti forritið og installaði því -- nota bene notaði helvítið non-standard Mac OS X installer, það má skrattinn sjálfur vita hvers konar aukahugbúnaður og drasl dreifðist um harða diskinn minn.

En já, só far só gúdd. Fór aftur á Amazon.com, smellti á alla réttu hnappana, með þetta asnalega Amazon desktop forrit í gangi. Hvað ætli hafi komið upp?

amazon mp3 refusal

Jahá, ég mátti ekki kaupa aðgang að MP3-unum vegna þess að ég var ekki í Bandaríkjunum. Lagalegu kostirnir mínir voru á þrotum. Svona endaði fyrsta tilraunin mín til þess að greiða fyrir tónlist í langan, langan tíma.

Fyrst þeir vilja ekki mín viðskipti geta þeir bara átt sig. Og svo, courtesy of Sveinbjörn Þórðarson, smá höfundaréttarbrot:

Þetta notar HTML audio tagið, hér er beinn hlekkur ef vafrinn þinn styður það ekki.6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Árni | 16.10.2009 kl. 03:22
Árni

Hljómar dálítið hörundsár. Ég kaupi rándýra tónlist ótt og títt, oft plötur sem er ekki hægt að finna ódýrar. Það er bara eðli málsins, takmarkað upplag og eftirspurnin mikil. Ekkert hægt að gera nema að sætta sig við það ef maður vill virkilega eignast tónlistina.

Þú getur keypt sándtrakkið gegnum iTunes á $10. Ef að þeir taka ekki kreditkortið þitt af einhverjum ástæðum geturðu keypt gjafakort gegnum netið og notað það til að versla. Hver veit hvort þú finnur svo fleiri músík sem þú vilt versla!

Sveinbjörn | 16.10.2009 kl. 11:46
Sveinbjörn

Ekki til á iTunes.

Mér finnst algjörlega absurd að þurfa að hoppa gegnum einhverja svona hoops bara til þess að redda sér svona legitimately, in this day and age.

Árni | 16.10.2009 kl. 12:17
Árni

Hún er til á iTunes í US búðinni. Þarft að fara neðst á forsíðuna á iTunes búðinni og velja "United States". Hér er linkur á plötuna.

itunes.apple.com/WebObjects/MZStore.woa/wa/viewAlbum?id=323895133&s=143441

Siggi Árni | 16.10.2009 kl. 15:27
Siggi Árni

Ánægður með audio tagið :)

En já, suck-fest. Þú getur kannski notað proxy eins og hotspot shield eða foxy proxy með firefox.

Mér finnst það samt of mikið vesen bara til að geta keypt tónlist.

kalli | 17.10.2009 kl. 10:56
Unknown User

ég er sammála Árna, finnst fólk líta á tónlist (og aðrar menningarafurðir) sem eitthvað sem það eigi einhvern ótvíræðan rétt á að eiga og það finnst mér bull

ekki það að mér finnist svona territory tengt copyright stuff meika sense, einnig er fáránlegt að það þurfi sér forrit til þess að versla mp3 en...

Sveinbjörn | 17.10.2009 kl. 11:11
Sveinbjörn

Ég er eiginlega að hallast að því að höfundaréttarkerfið verði lagt niður eins og það leggur sig.