9.10.2009 kl. 09:05
ninthgate

Nú þegar langi armur bandarískra laga er búinn að festa klærnar í Roman Polanski varð mér hugsað til þess hversu mikið mér þykir til kvikmynda hans koma. Polanski hefur leikstýrt mörgum yfirburðargóðum kvikmyndum, þ.á.m. Chinatown, Rosemary's Baby, The Pianist og síðan hinni ógleymanlegu Bitter Moon.

Skoðanir eru hins vegar skiptar um nýlega kvikmynd hans, The Ninth Gate (1999), sem mér þótti helvíti góð. Svo er tónlistin í henni alveg frábær, en hún er eftir meistara Wojciech Kilar. Um daginn benti ég Hjalta Snæ á þessa mynd en hann fussaði og sveiaði eftir að hafa horft á hana, fannst hún vond. Að sama skapi hafa aðrir vinir mínir látið í ljós vanþóknun sína. Er ég eina manneskjan sem finnst Ninth Gate vera góð kvikmynd?


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Þórdís | 9.10.2009 kl. 12:20
Þórdís

Sveinbjörn | 9.10.2009 kl. 13:45
Sveinbjörn

Hei, af hverju ert þú alveg hætt að skrifa á bloggið þitt?

Siggi Árni | 9.10.2009 kl. 12:29
Siggi Árni

Nei. Kick-ass mynd og soundtrack-ið rokkar :)

http://www.youtube.com/watch?v=Amch1ANfj5c

Sveinbjörn | 9.10.2009 kl. 13:43
Hugi | 9.10.2009 kl. 15:38
Hugi

Horfði síðast á Ninth Gate fyrir rúmum mánuði og finnst hún snilld.

Steinn | 9.10.2009 kl. 18:11
Steinn

Ég held að fólk sem fílar ekki The Ninth Gate sé með analbead fast í bossanum.

Sindri | 9.10.2009 kl. 19:58
Sindri

Nei, engan veginn. Mér þykir Ninth Gate mjög góð mynd. Hún hélt manni spenntum og forvitnum út í gegn.

Arnaldur | 11.10.2009 kl. 17:41
Arnaldur

Ninth Gate er fráær mynd, og ég er ekki frá því að Steinn hafi rétt fyrir sér með analbead-in.

Einar Jón | 12.10.2009 kl. 11:22
Einar Jón

Mér fannst nú bókin betri (mig minnir að hún heiti Dumasarfélagið).

Sveinbjörn | 12.10.2009 kl. 12:14
Sveinbjörn

Já, ég las hana, The Dumas Club e. Arturo Perez-Reverte. Hún var ágætis reifari.