6.10.2009 kl. 13:30

Klárlega eitt ömurlegasta forrit allra tíma. Hægt, ljótt, bloated, notar pkg installer. Hvernig í andskotanum getur PDF lesari orðið að 300MB hugbúnaðarpakka?


22 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Logi Helgu | 6.10.2009 kl. 14:18
Logi Helgu

Ég spyr nú bara á móti, hvað ertu að nota Adobe PDF Reader?

Sveinbjörn | 6.10.2009 kl. 14:31
Sveinbjörn

Mac OS X PDF rendering mekanisminn var e-ð að klikka á einu skjali sem ég fékk sent.

Halldór Eldjárn | 6.10.2009 kl. 15:28
Halldór Eldjárn

Gæti ekki verið meira sammála þér. Þetta er svona klassískt grundvallaratriða-fail, helvítis readerinn einbeitir sér að öllu nema að lesa skjalið.

Brynjar | 6.10.2009 kl. 16:14
Siggi Árni | 6.10.2009 kl. 22:27
Siggi Árni

Og eftir að hafa sett þetta kúka-bonanza forrit upp þarf maður að restart-a tölvuni! Eftir að hafa sett upp forrit sem les PDF skjöl!

Adobe eru búnir að tapa sjarmanum sem þeir höfðu fyrir löngu.

Sveinbjörn | 7.10.2009 kl. 12:37
Sveinbjörn

Já óþolandi hvernig þeir installa alls konar nytlausu drasli alltaf -- hefur þú EINHVERN TÍMANN notað Adobe Bridge eða e-ð af þessum milljón useless forritum sem þeir neyða upp á mann?

Einar | 8.10.2009 kl. 13:51
Einar

Eigum við síðan eitthvað að ræða Adobe AIR?

Egill Þorláksson | 7.10.2009 kl. 15:07
Unknown User

Ég hef mjög góða reynslu af foxit reader, mjög léttur og hefur ekki failað hjá mér hingað til.

Sveinbjörn | 7.10.2009 kl. 16:43
Sveinbjörn

Öss, ennþá fastur í Windowsinu?

Egill Þorláksson | 8.10.2009 kl. 02:17
Unknown User

Það er eina vitið fyrir desktop vél að mínu mati.

Ég gæti svo sem skipt yfir í linux og keyrt wine þegar ég þarf þess, en hingað til hef ég ekki nennt því.

Sveinbjörn | 8.10.2009 kl. 13:16
Sveinbjörn

Eða sett upp Mac OS X á commodity hardware, það er hægt að hakka það til.

Egill Þorláksson | 8.10.2009 kl. 21:18
Unknown User

Já, ég gæti gert það, ég er bara svo hrikalega slappur í macos umhverfinu að ég myndi aldrei nenna því að læra inná það.

Grétar | 9.10.2009 kl. 14:13
Grétar

Macos umhverfið er ekki flókið. Það er einmitt einn stór kostur, allavega ða mínu mati, að allt virðist þægilegra á Macos, og það var ekki erfitt að skipta.

Grétar | 7.10.2009 kl. 18:08
Grétar

Er preview ekki bara málið?

Einar Örn | 7.10.2009 kl. 20:29
Einar Örn

Preview er flottur. Tek líka undir með þeim sem stakk upp á Skim, hann er samt aðeins meira keppnis. Flottur t.d. ef þú ert að lesa greinar og vilt taka punkta og svona

Aðalsteinn | 7.10.2009 kl. 20:44
Aðalsteinn

Preview les ekki öll tákn í minni reynslu sem er ekki nógu gott.

Grétar Amazeen | 8.10.2009 kl. 09:35
Grétar Amazeen

Já ok, ég hef ekki lent í því. Gæti ekki verið að þú þurfir að installa einhverjum tungumála plug-inum eða eitthvað svoleiðis?

Aðalsteinn | 8.10.2009 kl. 13:14
Aðalsteinn

Ekki útilokað...

Sveinbjörn | 8.10.2009 kl. 13:17
Sveinbjörn

Hmmm.... svo lengi sem þú ert með alla fontana með rússneskum táknum ættirðu ekki að lenda í vandræðum, hefði ég haldið.

Aðalsteinn | 8.10.2009 kl. 17:09
Aðalsteinn

Nei, þetta voru skjöl með ýmsum svona málsögulegum táknum...

Sveinbjörn | 8.10.2009 kl. 17:10
Sveinbjörn

Hmmm....

Ég skal ekki segja, hefði haldið að það væru allt Unicode tákn.

Guðmundur D. Haraldsson | 7.10.2009 kl. 22:59