1.10.2009 kl. 00:45

Var að enda við að lesa gegnum nokkrar ritgerðir eftir sjálfan mig frá 2002, fyrsta ári mínu í heimspeki við Háskóla Íslands . Þær eru afleitar. Svo afleitar að ég skammast mín og þori ekki að birta svo mikið sem eitt einasta textabrot hérna.

Kannski maður hafi jafnvel lært sitthvað á þessum 8 árum í háskóla?


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 1.10.2009 kl. 01:13
Halldór Eldjárn

Djöfullinn sjálfur hvað ég fíla þessar hauskúpur!

Sveinbjörn | 1.10.2009 kl. 01:14
Sveinbjörn

Já er það ekki? Þetta var all the rage árið 1994

Sindri | 1.10.2009 kl. 11:44
Sindri

Það væri nú frekar lélegt ef þú hefðir ekkert lært af þessu. Maður á samt ekkert að skammast sín fyrir það sem maður skrifaði fyrir mörgum árum. Þetta kallast að þroskast og alltaf gaman að skoða þroskaferil sinn. :)

Sveinbjörn | 1.10.2009 kl. 14:30
Sveinbjörn

Æi, það er nú fullt af fólki sem fer í gegnum háskólanám að því er virðist án þess að læra nokkurn skapaðan hlut.

Sindri | 1.10.2009 kl. 15:36
Sindri

Það er nú reyndar alveg rétt. Það er einmitt það sem ég kalla "lélegt". Það er nægt framboð af lélegu fólki.