30.9.2009 kl. 04:41

Þetta er nú alveg ömurlegur málflutningur:

Those who did not participate in the bubble truly believe that they should be exempted from any hardship. They are like the radical Jewish sect in Monty Python's Life of Brian sitting around asking what the Romans had ever done for them -- other than aqueducts, sanitation, roads, irrigation, education, wine, security, etc., etc., etc. They may have voted for the minority parties, worked outside of the banks, and resisted the urge to go on shopping sprees abroad, but they accepted the legitimacy of the status quo by failing to take affirmative steps to change it fundamentally.

Já, er það?

"...they accepted the legitimacy of the status quo by failing to take affirmative steps to change it fundamentally."

Eins og hvað?

Hvað hefðu menn átt að gera? Fara út í pólitík? Standa einir með skilti á götum úti? Senda Geir Haarde hate mail? Strappa á sig dýnamít og sprengja sig í loft upp í höfuðstöðvum Kaupþings?

Ég fæ ekki betur séð en að þessi Íris sé að halda því fram að allir íbúar ríkis séu ábyrgir gjörða ríkis og þjóðar nema þeir grípi til einhver konar drastískra ráða. Þetta er alveg einstaklega heimskuleg athugasemd, jafnvel þótt ekki sé ljóst hvað hún eigi við með affirmative steps. Það mætti allt eins segja að Norður-Kóreubúar séu "accepting the legitimacy of the status quo" með því að klikka á að taka "affirmative steps to change it fundamentally." Samþykkir þrællinn þrælahaldið með því að gera ekki uppreisn?

Hinn almenni íbúi lýðræðisríkis hefur fáa kosti umfram það að kjósa gegn þeim stefnum sem hann hefur ekki trú á. Ofan á það getur hann e.t.v. skrifað í blöðin, eða bloggað. Þar enda lögmætar leiðir almúgans til þess að hafa áhrif á pólitíska ferlið.

Mér býður við þessu við berum öll ábyrgð væli, sem er andskotans lygi sem allt of margir gleypa. Eins og ávallt áður liggur ábyrgðin hjá litlum hópi manna í valdastöðum.


10 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 30.9.2009 kl. 09:27
Eiki

Er ekki siðferðileg ábyrgð í ríki í öfugu hlutfalli við ofbeldi valdhafa?

Hér er ekkert ofbeldi í boði, við getum hrint Jóhönnu í poll án mikilla eftirmála. Það væri erfiðara að gera við Kim Jong Il (or his young ´un, Jong Un)

Reyndar ber stjórnarandstaða eða fylgjendur hennar aldrei ábyrgð á sitjandi stjórn, en sú er þó allavega lýðræðislega kosin.

Er ekki vandamálið að við muldrum meira en við mótmælum, og þess vegna er auðvelt að eiga við okkur.

Sveinbjörn | 30.9.2009 kl. 18:00
Sveinbjörn

Þetta er athyglisverð pæling hjá þér. Þú átt þá væntanlega við að einstaklingar beri siðferðislega ábyrgð á gjörðum ríkisstjórnar sinnar í öfugu hlutfalli við ofbeldi valdhafa?

Það gengur reyndar ekki alveg upp, því ofbeldi undir stjórn valdhafana verður að vera nægilega mikið til þess að halda friðinn (því annars verður tæpast lengi um samfélag að ræða) og slíkt ofbeldi mun alltaf vera margfalt meira heldur en það sem nokkur einn einstaklingur hefur yfir að búa.

Annars er hér um að ræða lykilspurningu í stjórnspeki, sem er einmitt hversu ábyrgir þegnar eru á gjörðum lýðræðislegra kosnar ríkisstjórnar, þótt þeir hafi ekki kosið hana. Þetta er flókið mál.

Sindri | 30.9.2009 kl. 09:28
Sindri

Mikið er ég sammála þér þarna. Þegar ég las þessa grein í gær þá stakk þessi setning einmitt í mig. Afhverju er alltaf verið að draga saklaust fólk inn í myndina og gera það samábyrgt fyrir spillingunni og ruglinu sem ríkti hérna? Stórum hluta fólksins var auðvitað bara stjórnað með stýrðu upplýsingaflæði og áróðri. Flestir vissu bara ekki betur og þeir sem vissu betur voru einfaldlega máttlausir í baráttunni. BÚÚÚ!

Annars var þessi grein alveg ágæt og fínt að gagnrýna stjórnvöld sem eiga jú að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.

Sindri | 30.9.2009 kl. 09:51
Sindri

Fjölmiðlar eiga náttúrlega stóran þátt í þessu með því að sýna ekki nógu mikið aðhald. Menn voru örugglega hræddir um að missa vinnuna. Rannsóknarblaðamennska hérna á Íslandi hefur alltaf verið mjög slöpp.

Grétar | 30.9.2009 kl. 13:40
Grétar

Það besta er að þessi röksemdarfærsla réttlætir hryðjuverkin 11. september sem árás á hernaðarlegt mannvirki.

Steinn | 30.9.2009 kl. 14:12
Steinn

Bræður og systur, gangið til liðs við Linnet-Hvanndal samtökin og berjumst gegn kapítalismanum með aðgerðaleysi!

Sveinbjörn | 30.9.2009 kl. 20:58
Sveinbjörn

Hvaða dularfullu samtök eru þetta? Njósnarar alls staðar, hryðjuverkasellur út um allt? Hið nýja Bader-Meinhof?

Arnaldur | 1.10.2009 kl. 08:39
Arnaldur

Klárlega. Við getum samt ekki rætt þetta svona fyrir opnum tjöldum.

Steinn | 30.9.2009 kl. 14:12
Steinn

BTW, nice rotating scull!

Hugi Thordarson | 30.9.2009 kl. 15:38
Hugi Thordarson

Greinin er fín - en hauskúpan er *snilld*