28.9.2009 kl. 23:14

Á ferðum mínum um internetið í dag rakst ég á pistil um hvernig hamfarirnar í New Orleans um árið voru refsing Guðs á syndgurum -- ný Sódóma. Þetta leiddi til þess að ég fletti upp sögunni um Sódómu og Gómórru.

Ég hafði aldrei lesið þessa stórfurðulegu sögu áður, en hana má finna í fyrstu Mósebók. Ég nenni yfirleitt ekki að gera grín að Biblíunni -- of auðvelt skotmark -- en þessi saga var bara einum of góð. Ég hafði ekki hugmynd um að gamla testamentið væri svona svakalegt. Viðbúin?

Okei, staðan er eftirfarandi: Lot er eini dyggðugi maðurinn í Sódómu, sem er albyggð eipandi sódómítum. Guð er að plana eld- og brennisteinsmeðferð fyrir liðið en sendir þó tvo engla til þess að vara Lot við að borgin muni brenna. Só far só gúdd.

Eftir þetta breytist sagan í algjöra sýru.

Lot hittir englana við borgarhliðið og býður þeim að gista hjá sér. Af einhverri óskiljanlegri ástæðu vilja þeir ómögulega þiggja gestrisni hans, vilja frekar eyða nóttinni á sódómítaþöktum strætum borgarinnar. Þeir látast þó sannfærast fyrir rest. Um kvöldið safnast borgarbúar í kringum húsið hans Lot:

En áður en þeir gengu til hvíldar, slógu borgarmenn, mennirnir í Sódómu, hring um húsið, bæði ungir og gamlir, allur múgurinn hvaðanæva. Og þeir kölluðu á Lot og sögðu við hann: "Hvar eru mennirnir, sem komu til þín í kveld? Leið þú þá út til vor, að vér megum kenna þeirra." Lot gekk þá út til þeirra, út fyrir dyrnar, og lokaði hurðinni að baki sér. Og hann sagði: "Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns." Þá æptu þeir: "Haf þig á burt!" og sögðu: "Þessi náungi er hingað kominn sem útlendingur og vill nú stöðugt vera að siða oss. Nú skulum vér leika þig enn verr en þá."

-- Fyrsta Mósebók:19 [áherslur mínar]

Jahá. Mér skilst að það sé löng og virðuleg hefð fyrir því að túlka "kenna" hér sem kynmök. Lot er semsagt svo dyggðugur að þegar hópur af kolóðum sódómítum safnast í kringum húsið hans með það fyrir stafni að nauðga engla-gestum hans þá býður hann óspjallaðar dætur sínar í þeirra stað. Það er nú aldeilis dyggð.

Eins og þetta sé ekki nógu súrt, þá breytist þetta allt saman síðarmeir í sifjaspellsorgíu þar sem dætur Lots hella hann pissfullann og eiga útihátíðarmök við hann:

Kom þú, við skulum gefa föður okkar vín að drekka og leggjast hjá honum, að við megum kveikja kyn af föður okkar." Síðan gáfu þær föður sínum vín að drekka þá nótt, og hin eldri fór og lagðist hjá föður sínum. En hann varð hvorki var við, að hún lagðist niður, né að hún reis á fætur.

Og morguninn eftir sagði hin eldri við hina yngri: "Sjá, í nótt lá ég hjá föður mínum. Við skulum nú einnig í nótt gefa honum vín að drekka. Far þú síðan inn og leggst hjá honum, að við megum kveikja kyn af föður okkar." Síðan gáfu þær föður sínum vín að drekka einnig þá nótt, og hin yngri tók sig til og lagðist hjá honum. En hann varð hvorki var við, að hún lagðist niður, né að hún reis á fætur.

Þannig urðu báðar dætur Lots þungaðar af völdum föður síns.

-- Fyrsta Mósebók:19 [áherslur mínar]

Er þetta heilaga rit hin endanlega uppspretta siðferðis?


20 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Magnús Magnússon | 29.9.2009 kl. 01:30
Magnús Magnússon

Þetta vekur auðvitað bara upp eina raunverulega spurningu:

Eru englar með rassgat?

Sveinbjörn | 29.9.2009 kl. 01:47
Sveinbjörn

A theological question of no small interest...

Ingimundur | 29.9.2009 kl. 18:23
Unknown User

Hvað er pláss fyrir mörg typpi í englarassgati?

ÞAÐ er spurning.

Arnaldur | 29.9.2009 kl. 18:55
Arnaldur

Var það ekki 10.000? Sendum fyrirspurn til Vatíkansins...

Grétar | 30.9.2009 kl. 13:47
Grétar

Ég spái því að þetta sé skullfuck nauðgun.

Eiki | 29.9.2009 kl. 09:02
Eiki

Ef þú vilt að biblían kenni þér eitthvað uppbyggilegt bendi ég á Exodus 16 k.36:

"En gómer er tíundi partur af efu."

How's that for "a cold-blooded thing to say to a motherfucker before you popped a cap in his ass."

Arnaldur | 29.9.2009 kl. 18:55
Arnaldur

WTF!?!

Eiki | 29.9.2009 kl. 19:50
Eiki

Sambærilegt við: Einn lítri er tíu desilítrar. Sumir segja að biblían sé fullkomin og geti aðeins hafa verið skrifuð undir innblástri guðs. Þetta er fínt mótdæmi, finnst mér.

Reyndar sennilega ein af fáum setningum í biblíunni sem gæti jafnvel hafa verið gagnleg einhvern tímann.

Sveinbjörn | 30.9.2009 kl. 00:42
Sveinbjörn

Af hverju er þetta fínt mótdæmi? Útskýrðu betur, ég er ekki að fatta þetta.

Eiki | 30.9.2009 kl. 09:13
Eiki

Æ, stundum segir fólk að biblían gæti ekki mögulega verið skrifuð af manneskju, enginn gæti vitað allt þetta nema guð.

Þetta lítur út fyrir að vera innskotsglósa höfundar sem annaðhvort er ekki með mælieiningarnar á hreinu eða veit að lesendur eru það ekki.

Svo er bara svo skrítið að guði liggi þetta eitthvað sérstaklega á hjarta. Ekki drepa, ekki tilbiðja aðra guði og... já ekki klikka á gómernum, þá fyrst fer allt í fokk.

Arnaldur | 30.9.2009 kl. 16:50
Arnaldur

Spurningin er þá, hvað er 1 gómer margir lítrar? Maður vill ekki vera að fokkast alltof mikið í guðlegum mælieiningum.

Eiki | 30.9.2009 kl. 22:18
Eiki

Kannski er þetta ástæðan fyrir því að mönnum gengur svona illa að tímasetja dómsdag.

...sem er víst rétt handan við hornið.

Grétar | 30.9.2009 kl. 22:41
Grétar

ÞAÐ ERU 13 KÍLÓGÓMER Í HEIMSENDI!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sveinbjörn | 30.9.2009 kl. 22:42
Sveinbjörn

13.23 ... and it's a matter of faith.

Sveinbjörn | 30.9.2009 kl. 22:40
Sveinbjörn

Það er nú alveg átakanlega léleg röksemdafærsla. Þá mætti alveg eins ætla að Bræðurnir Karamazov gæti ekki verið skrifuð af manneskju, enginn gæti munað nönfin á öllum þessum rússum nema Guð.

Gunni | 29.9.2009 kl. 15:51
Gunni

Þessi færsla kicks more ass than an abusive donkey owner (my new favourite saying that will last a week or so). Þekkti söguna reyndar vel en þetta var skemmtilega orðað hjá þér. Allt í kringum Lot er rosalega vafasamt, það er ákveðnar paralells við Nóa líka.

Sveinbjörn | 29.9.2009 kl. 18:04
Sveinbjörn

Þú þekkir nú e-ð til Kóransins. Eru ekki einhverjar svona djúsí sögur þar líka?

Brynjar | 29.9.2009 kl. 22:24
Brynjar

Það þorir enginn að basha kóraninn, af ótta við að enda eins og danskur skopmyndateiknari, they'll put a jihad on you!

en þú vilt kannski lesa um hana Aisha litlu sem var þriðja kona spámannsins (PBUH)

Brynjar | 29.9.2009 kl. 22:30
Brynjar

Það er heldur betur beittur Ockhamshnífurinn hjá þessum fundies í 'mríku.

Óveður og flóð í borg sem er byggð í flæðarmálinu á einu virkasta fellibylasvæði í heimi.
Ástæða: klárlega reiði guðs.

Einar Jón | 1.10.2009 kl. 10:28
Einar Jón

Það er ekkert* sem bendir til þess að þetta hafi verið virkt fellibyljasvæði áður en borgin var byggð. Q.E.D.

*) Nema augljóslega falsaðar heimildir frá mönnum sem trúa á steingervinga