21.9.2009 kl. 22:09

Fyrir nokkru rakst ég á þessa frábæru færslu á bloggi gaursins sem skrifar xkcd. Færslan fjallar um hvað sé skilvirkur fjöldi pissuskála á karlasalerni í samræmi við International Choice of Urinal Protocolið (ICUP):

...the basic premise is that the first guy picks an end urinal, and every subsequent guy chooses the urinal which puts him furthest from anyone else peeing. At least one buffer urinal is required between any two guys or Awkwardness ensues.

Hann dregur fullt af áhugaverðum ályktunum af þessu -- ég hvet lesendur til þess að kíkja á greinina.

Mér varð hugsað til þessarar greinar um daginn þegar ég tók eftir því að stúdentabarinn í Teviot House við Edinborgarháskóla hafði leyst þetta vandamál með miklu og rausnarlegu bili milli pissuskálana. Skynsamir klósettsmiðir þar á ferð. Vantar bara loftbrand.

Djöfull er þetta síðan mikið feil...


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 22.9.2009 kl. 08:54
Sindri

Það er hægt að leysa þetta vandamál á mjög auðveldan hátt: setja bara skilvegg á milli. Mig minnir að það séu slíkir skilveggir eða spjöld í kringlubíó.

Sveinbjörn | 22.9.2009 kl. 13:03
Sveinbjörn

Samt, pældu í því, ef það væru, tjah, 5 pissuskálar inni á salerni, öll auð, þú tækir eina á endanum og síðan kæmi gaur inn og tæki pissuskálina beint við hliðina á þér?

Sindri | 22.9.2009 kl. 14:54
Sindri

Hehe, já það væri frekar óþægilegt. Ég hef oft lent í þessu. Veit ekki afhverju sumir gera þetta. Forvitnir kannski eða vilja sýna einhverja karlmennsku?

Það versta samt við þetta er það að menn míga misfast og hnitmiðað þannig að það slettist stundum á mann. Það verður að setja upp skilveggi á svona stöðum.