21.9.2009 kl. 05:07

Heimspekingurinn Brian Leiter ("of gourmet fame") skrifar hér áhugaverða grein um hagfræði -- grein sem ég er í grófum dráttum sammála. Fátt sýnir fræðilegan tómleika hagfræðinnar betur en reynsla undanfarinna 60 ára.

Eftirfarandi athugasemd hittir naglann á höfuðið:

[It is not] that economics generates no successful predictions, but only that (a) the quality of its predictions (their precision and reliability), and (b) the growth of its predictive power over time, are not of scientific quality. They do not live up to the standards that economists themselves claim for them. Generating true generic predictions is not the hallmark of science. All of us, drawing on common-sense psychological assumptions, do that all the time. Genuinely scientific theories must anticipate the future with a degree of precision and consistency greater than that realized by common-sense.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar | 21.9.2009 kl. 10:13
Grétar

heyr heyr!

Sindri | 21.9.2009 kl. 12:52
Sindri

Ah, the endless debate continues...

Hvernig skilgreinir þú annars vísindi?

Í mínum huga er hagfræðin vissulega engin náttúruvísindi, að minnsta kosti ekki enn þá :), en engu að síður mjög mikilvæg sem fræðigrein. Hvað sem spágæðum hagfræðilíkana líður þá finnst mér mjög mikilvægt að kanna hvaða öfl og kraftar verka í hagkerfinu, einfaldlega svo við getum gert okkur grein fyrir orsökum og afleiðingum ýmissa fyrirbæra í hagkerfum heimsins og reynt að skilja eðli þeirra.

Hagfræðin styðst, að stórum hluta, við empírísk gögn eins og margar aðrar vísindagreinar. Út frá tölfræðilegum aðferðum er hægt að skoða söguna og kanna samband ýmissa breyta í hagkerfinu. Hvort niðurstaðan úr þeirri könnun verði nákvæm lýsing á hegðun einhvers fyrirbæris hagkerfisins eða ekki þá skilar slík rannsókn án efa meiri þekkingu á hagkerfinu, meiri en þeirri sem þú kallar common sense.

Hagkerfi eru mjög flókin kerfi og mjög erfitt að koma með eitthvað líkan sem spáir fyrir um þróun þess á mjög nákvæman hátt. Hagfræðin er stanslaust í þróun enda margt sem við vitum ekki enn þá. En það gerir ekki það að verkum að hagfræðina sé ekki hægt að skilgreina sem vísindi.

Að lokum má nefna að staðhæfing þín um að fátt sýni fræðilegan tómleika hagfræðinnar betur en reynsla undanfarinna 60 ára, lýsir frekar tómleika þinnar hagfræðiþekkingar. BIATCH! :]

Sveinbjörn | 21.9.2009 kl. 14:40
Sveinbjörn

Þetta snýst nú ekki svo mikið um hvort hagfræði megi flokkast sem "vísindi" heldur hvort hér sé á ferðinni "research program" sem skilar niðurstöðum umfram þær sem heilbrigð skynsemi gefur okkur. Hafa hagfræðingar e-ð tilkall til þess að vera æðstuprestar stjórnspekinnar? Það er einmitt það hlutverk sem þeir gegna í dag.

Málið er að allar "útskýringar" hagfræðinnar eru alltaf post hoc. Það er enginn skortur á slíkum útskýringum á kreppunni 1929, eða stagflation 8da áratugsins, og nú keppast æðstuprestarnir við að útskýra núverandi ástand með alls kyns kenningum, flestir hamast við að bjarga uppáhaldskenningunum sínum, réttlæta þær út frá reynslu undanfarinna tveggja ára. Það er auðvelt að hafa rétt fyrir sér eftir á.

Mönnum virðist ekkert hafa farið neitt sérstaklega mikið fram í að smíða almennileg predictive líkön undanfarin 60 ár. Það eru til alls kyns athyglisverð módel, alls kyns lógískir strúktúrar byggðir á grundvallarprinsípum, en hefur þetta eitthvað hjálpað mönnum að fást við raunveruleg efnahagsleg vandamál?

The track record is at best a mixed bag, at worst a tale of dismal failure ....biatch!

Grímur | 21.9.2009 kl. 13:30
Grímur

Hehe... Ég er að fíla það að linkurinn "áhugaverða grein um hagfræði" bendi á http://sveinbjorn.org .

Enn fremur finnst mér að ef Mentat ætlar að skynja URL í atugasemdum með sjálfvirkum hætti ætti hann að hafa vit á að fjarlægja punkta úr slóðum í lok setninga.

Sveinbjörn | 21.9.2009 kl. 14:34
Sveinbjörn

Hahaha, þetta var nú ekki ætlað sem eitthvað pómó intertextual reference, heldur einungis smá villa í innslætti.

En varðandi punkta í loka URLa, your point is well taken, fiffa það í næstu uppfærslu.

Arnaldur | 21.9.2009 kl. 14:25
Arnaldur

Hagfræði er kúkur!!!

Steinn | 23.9.2009 kl. 09:54
Steinn

Hagfræði er kúkur Stans blendaður með steinsmugu Friedmanns.

Grétar | 21.9.2009 kl. 18:10
Grétar

http://baggalutur.is/frettir.php?id=3145

Datt í hug að þér fyndist þetta svolítið gott.