16.8.2009 kl. 22:17

Mér finnst gamla þýðingin mín klárlega betri.

Frumtexti
Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar
höggva mann ok annan.
Herman Pálsson og Paul Edwards
My mother wants a price paid
To purchase my proud-oared ship
Standing high in the stern
I'll scour for plunder.
The stout Viking steersman
Of this shining vessel:
Then home to harbour
After hewing down a man or two.
Mín þýðing
Thus spake my mother
That for me should they buy
A barque and beauteous oars
Be gone a-forth with vikings.
Stand high in the stern,
Steer a dear vessel,
Hold course for a haven,
Hew down many foemen.

16 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar | 17.8.2009 kl. 23:19
Grétar

Shameless selfpromotion. Then again, þitt bleg. ;)

Niels | 18.8.2009 kl. 14:17
Niels

Eftir nokkra skoðun er ég þér alveg sammála.
Hinir þýðendurnir hafa leyft byggingu kvæðisins að skolast til og farið að endurskapa eftir eigin hugdettum. Fyrir vikið missir það svona talmáls-frásagnarstíl.
Og ef maður syngur kvæðin tvö, við lag sem kom að vísu seinna fram, þá virkar þitt betur, sérstaklega seinni hlutinn. En hinna er hálf svona...

Þannig að þú getur réttilega leyft þér að vera sjálfumglaður asni í þetta skiptið.

Aðalsteinn | 18.8.2009 kl. 17:48
Aðalsteinn

Þeir hafa þó stuðla og höfuðstafi. Það er auðveldara að halda "talmáls-frásagnarstíl" ef maður þarf ekkert að hugsa um að binda...

Sveinbjörn | 18.8.2009 kl. 18:55
Sveinbjörn

Ég stuðla nú líka...

Aðalsteinn | 19.8.2009 kl. 13:26
Aðalsteinn

já, en þú hefur stuðlana á áherslulausum orðum eins og "my" og "be"...

Sveinbjörn | 19.8.2009 kl. 17:53
Sveinbjörn

Hey, ég vil nú fá kredit fyrir að stuðla allavega -- það er hægara sagt en gert vilji maður halda merkingunni.

Grétar | 20.8.2009 kl. 01:22
Grétar

partial credit

Grímur | 20.8.2009 kl. 09:58
Grímur

Hlutkredit?

Einar Örn | 18.8.2009 kl. 22:17
Einar Örn

Ef maður sönglar þýðingarnar tvær við laglínuna í Damn it feels good to be a gangster, þá kemur þín betur út. Þetta er, að ég hygg, eini objektívi mælikvarðinn sem hægt er að nota við slíkan samanburð.

Arnaldur | 20.8.2009 kl. 14:00
Arnaldur

Þetta er nú líka ofstuðlað hjá þessum hinum gaurum, sem mér finnst eiginlega verra heldur en hitt.

Annars er efnisleg athugasemd sem ég hef við þína útgáfu og hún er sú að ég hef alltaf skilið þetta sem svo að mamman er að segja við Egil: "Drullastu nú til að kaupa þér skip pussan þín!" en ekki "Mér finnst nú að þeir ættu að kaupa handa þér skip elsku besti engillinn minn..."

En kannski er ég bara að misskilja þetta allt saman.

Sveinbjörn | 20.8.2009 kl. 15:48
Sveinbjörn

Hmm....myndi það þá ekki vera "ég skyldi kaupa"? Er þetta "mér skyldi kaupa" ekki == "[handa] mér skyldi kaupa"?

Hin þýðingin notar líka þá merkingu, í grófum dráttum.

Aðalsteinn | 20.8.2009 kl. 18:55
Aðalsteinn

Beyging viðtengingarháttar þátíðar í forníslensku var svona:

ég skylda
þú skyldir
hann skyldi
við skyldim
þið skyldið
þeir skyldi

Þannig að þá er þetta 3p. ft.

Jú, svo virðist sem hinir gaurarnir ofstuðli kannski. En það er samt ekki tilviljun að bragreglur segi fyrir um að stuðlar eigi að vera í áhersluatkvæðum. Þeir eiga að vera áberandi þegar kvæðin eru kveðin.

Aðalsteinn | 21.8.2009 kl. 10:25
Aðalsteinn

Eða 3p. et....

Sveinbjörn | 26.8.2009 kl. 15:07
Sveinbjörn

Aha, svona til tilbreytingar þá reynist nú gagnlegt að þekkja málvísindamann og íslenskufræðing.

Niels. | 20.8.2009 kl. 20:04
Unknown User

Sko stern þýðir skutur. En Stafn getur bæði verið fram- eða afturendi skips. En skv. bók einni þýðir það að "standa í stafni" að standa fremst í skipi.
Svo Egill hefði eftil vill átt að segja Standa niðrí skuti/stýra dýrum knerri.

Sveinbjörn | 20.8.2009 kl. 20:12
Sveinbjörn

Ég hugleiddi ýmsa kosti þegar ég smíðaði þessa þýðingu. Ég gerði mér t.d. grein fyrir því að stern er yfirleitt notað um afturendann á skipi, en að stafn sé yfirleitt notað um framendann. Hins vegar er enska orðið yfir stafn "bow", og ég gat ómögulega stuðlað það -- svo ekki sé minnst á að næstu tvær línur stuðla með béi, og það hefði verið verið verri kostur fagurfræðilega séð. Ég ákvað að það væri þess virði að fórna merkingu fyrir stuðlun og notaði því "stern" til þess að stuðla við "stand" og "steer".

Varðandi athugasemdir Aðalsteins um ómerkilega stuðlun hjá mér, þá gældi ég við að nota "muse" í stað "spake", en aftur þá breytir það merkingunni -- í þessu tilfelli of mikið og á asnalegan hátt.