7.8.2009 kl. 05:45

Ég er að lesa Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson. Það sem hann hafði að segja um hægristefnu fyrir 80 árum gæti allt eins verið um Sjálfstæðismenn undanfarinna 15 ára:

Það þekkir enga heildartilfinningu, ekkert heildarsiðferði, ekkert óeigingjarnt samstarf. Út á við fylkir það sér að vísu í heild til þess að vernda rétt sinn, en aðeins meðan það hefir "praktískt" gagn af því. Innra er það saman sett af sundurlausum öflum, sem hatast og heyja látlaust kapphlaup um völd, metorð og auðæfi. Gildi hlutanna miðar það við "praktískt" gagn. Allt, sem ekki kemur að "praktískum" notum, er einskisvert. Þetta er lífsspeki andleysisins. Það vakir yfir helgi eignarréttarins eins og villidýr yfir bráð sinni. Heimurinn er "ég" og "mitt". Lóðin mín, húsið mitt, ó, togararnir mínir. Trúarbrögð þess er "framtak einstaklingsins" og "frjáls samkeppni", löngu úrelt lygaþvæla um nauðsyn gerspilltrar lífsstefnu. Afleiðingin er brask, fjárglæfrar, örbirgð, mannhatur, lítilsvirðing fyrir andlegum efnum, styrjaldir, drepsóttir og dauði fyrir örlög fram.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Arnaldur | 10.8.2009 kl. 11:36
Arnaldur

Þetta er awesome quote.

Doddi | 10.8.2009 kl. 17:47
Doddi

ÞÞ á líka gott quote í lok inngangsorða sinna sað kvæðasafni hans. Þar þakkar hann fjölda fólks fyrir sitt framlag sitt og veitta aðstoð, og klykkir út með eftirfarandi orðum:

"Bið ég svo væntanlegan diktator hins sósíalistíska þjóðskipulags á Íslandi að hampa öllu þessu fólki af ríkidæmi síns valds og máttar, þegar herir Stalíns hafa drekkt peningahórunni miklu í blóðhafi hennar eigin glæpa."

Aðalsteinn | 11.8.2009 kl. 18:11
Aðalsteinn

Þetta er líka awesome kvót!

Sveinbjörn | 11.8.2009 kl. 18:32
Sveinbjörn

"drekkt peningahórunni miklu í blóðhafi hennar eigin glæpa"

Þetta er alveg priceless.

Grétar | 16.8.2009 kl. 14:29
Grétar

Þórbergur er epíst quotable höfundur. Lesið Einum kent öðrum bent, þar fer hann á kostum.