1.8.2009 kl. 15:12

Það er mér mikið hjartans mál að bankamennirnir sem stálu peningum og komu Íslendingum í núverandi klandur fari bak við lás og slá, sama hvað það kostar.

Það virðast ekki allir vera sammála mér, ef marka má ákveðnar íslenskar bloggsíður. Sumir álíta að það sem sé gert sé gert, peningarnir séu horfnir og það svari ekki kostnaði að reyna að endurheimta þá frá erlendum skattaskjólum. Aðrir æsa sig, furðulega nokk, yfir kostnaðinum við að reka embætti sérstaks saksóknara og færa rök þess efnis að í núverandi fjárhagskröggum þurfi þessa peninga í aðrar ríkisþjónustur.

Ég myndi glaðlega greiða hærri skatta, og sjá brútal niðurskurð í alls kyns ríkisþjónustu til þess eins að sjá sökudólgana bak við lás og slá. Að koma þessum glæpamönnum í fangelsi og taka frá þeim peningana sem þeir stálu ætti að hafa forgang umfram allt annað: IceSave, ESB-umsókn, að koma hagkerfinu aftur á réttan kjöl.

Af hverju?

Ágústínus kirkjufaðir svaraði svipaðri spurningu fyrir 1600 árum, og ég get ekki betrumbætt svar hans: Remota justitia, quia sunt regna nisi magna latrocinia?

Það er: ,,Án réttlætis, hvað eru þá ríkin nema stórkostleg glæpafélög?''


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Aðalsteinn | 1.8.2009 kl. 19:54
Aðalsteinn

Merkilegt að fólk skuli æsa sig yfir kostnaðinum. Joly fór fram á um 500 milljóna fjárveitingu fyrir heilt ár.

Nafnlaus gunga | 4.8.2009 kl. 07:58
Unknown User

Sammála þessu.