Undanfarin ár hefur ást mín á tónskáldinu Frédéric Chopin aukist mikið. Píanóverk Chopins eru kraftmikil og grípandi, en samt gríðarlega subtle. Hann er tónskáld sem manni þykir meira til koma því meira sem maður hlustar.

Það vill svo til að ég var að redda mér ótrúlega góðum upptökum af ýmsum verkum Chopins í flutningi Januszar Olejniczak. Olejniczak spilar Chopin eins og alvöru rómantíker og þar að auki á píanó Chopins sjálfs. Ekkert Horowitz bull. Get látið áhugasama fá -- hef aldrei heyrt betri flutninga.

Hef nýlega verið að hlsuta mikið á eftirfarandi snilldarverk. Byrjunin með trilllunum ein og sér er meistarastykki:

Polonaise in F sharp minor, Op. 44


Genuine Chopin2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Magnús Magnússon | 31.7.2009 kl. 13:47
Magnús Magnússon

Chopin stendur fyrir sínu. Virkilega einn af þeim allra bestu.

(p.s. lokaðu tagginu í guðana bænum!)

Niels. | 5.8.2009 kl. 07:01
Unknown User

Ef þetta eru sinfóníulaus píanóverk þá langar mig ólmur að heyra.