Þetta er smá "food for thought".


15 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Kolbeinn Stefáns | 27.7.2009 kl. 20:41
Kolbeinn Stefáns

Hægrimenn eru tregir og ná sjaldnast fyrstu einkunn og eru því ólíklegir til að gerast fræðingar. Eina vafasama forsendan í þessu er að það séu tengsl á milli greindar og námsárangurs ... annars held ég að skýringin sé komin.

Aðalsteinn | 27.7.2009 kl. 21:17
Aðalsteinn

Þó það sé kannski ekki alltaf náin tengsl milli greindar og námsárangurs þá hlýtur maður að þurfa að hafa sæmilega greind til þess að ná góðum árangri í fræðum (sem er væntanlega forsenda þess að komast í stöðu í háskóla). En það fer kannski eftir fræðum...

Sveinbjörn | 27.7.2009 kl. 21:24
Sveinbjörn

Ég er alls ekki sammála því að maður þurfi að vera greindur til þess að ná góðum árangri í námi, þótt það hjálpi vafalaust. Líttu bara á mig! ;) Ég þekki fullt af fólki í doktorsnámi sem er ekki beinlínis skarpt en vinnur mikið og leggur sig mikið fram til þess að ná árangri.

Þar að auki þá myndi greind ekki duga sem skýring. Fylgni þýðir auðvitað ekki orsakasamband -- það má vel vera að það sé eitthvað allt annað en gáfurnar sem gera fræðimenn almennt vinstrisinnaða.

Ég myndi frekar gíska á að þeir sem sækjast eftir störfum í akademíu hafi gildi og markmið sem tengjast ekki peningum jafn mikið og gengur og gerist. Það borgar frekar illa, í heildina, að starfa sem fræðimaður, og það eru nær einungis þeir sem fá gleði úr og sjá virkilegt verðmæti í fræðistörfum sem nenna að standa í löngu (og oft dýru) námi fyrir svona takmarkaða fjárhagslega umbunun. Ég myndi gíska að slíkt gildismat stangist gjarnan á við áherslur hægristefnu. Þetta þykir mér heldur sennilegri kenning heldur en sú sem Kolbeinn leggur fram.

Aðalsteinn | 27.7.2009 kl. 22:28
Aðalsteinn

Sjálfur er ég sammála fæstum af þeim skoðunum sem Feser telur að einkenni háskólafólk.

Annars var þetta sannarlega food for thought. Mér fannst sérstaklega athyglisvert að hans niðurstaða var að háskólafólk væri einfaldlega geðveikt.

Sveinbjörn | 27.7.2009 kl. 22:33
Sveinbjörn

Þessi gaur, Feser, er hardcore guðstrúaður kaþólskur íhaldsmaður og frjálshyggjumaður. Merkileg blanda, það.

Sveinbjörn | 28.7.2009 kl. 18:38
Sveinbjörn

Ég er í grófum dráttum sammála helmingnum af þessum punktum Fesers, ósammála helmingnum. Skoðanir sem hann telur að einkenni vinstrsinnaða akademíkara er eftirfarandi:


 1. capitalism is inherently unjust, dehumanizing, and impoverishing

  Ósammála. Ég myndi ekki segja að kapítalismi sé "inherently" eitt eða neitt, það er allt háð kringumstæðum, útfærslum, osfv. Í mörgum sínum myndum er kapítalismi einmitt þetta, en í öðrum myndum ekki. Orðið hefur tekið á sig svo margar merkingar að það er alls ekkert ljóst hvað átt verið með "kápítalisma"


 2. socialism, whatever its practical failures, is motivated by the highest ideals and that its luminaries -- especially Marx -- have much to teach us;

  Að hluta til sammála. Við getum lært ýmislegt af skrifum Marx, og fullt af sósíalistum gegnum tíðina voru mótíveraðir af "high ideals", þó kannski ekki "the highest", þrátt fyrir að sósíalismi sem slíkur hafi verið hrikalegt failure. "The road to hell is paved with good intentions."


 3. globalization hurts the poor of the Third World

  Háð því hvað átt er við með "globalization." Eins og hnattvæðing er útfærð í dag, þá er ég að miklu leyti sammála -- við pínum fátæku löndin til þess að opna fyrir viðskipti við okkur en höldum eigin hagkerfum lokuðum. Ef vesturlönd myndu í raun opna markaði sína fyrir vörum -- þá sérstaklega landbúnaðarvörum -- frá 3ja heiminum, þá væri ég ósammála.


 4. natural resources are being depleted at an alarming rate and that human industrial activity is an ever-increasing threat to "the environment

  Sammála.


 5. most if not all psychological and behavioral differences between men and women are "socially constructed" and that male-female differences in income, representation in various professions, and the like are mostly the result of "sexism"

  Ósammála


 6. the pathologies of the underclass in the United States are due to racism and that the pathologies of the Third World are due to the lingering effects of colonialism

  Veit ekki nógu mikið um málið. Mér finnst ekkkert ósennilegt að það hafi e-ð málið að gera, en ég get bara spekúlerað.


 7. Western civilization is uniquely oppressive, especially to women and "people of color," and that its products are spiritually inferior to those of non-Western cultures


  Ósammála. Veit ekki hvað átt er við með "spiritually inferior."


 8. traditional religious belief, especially of the Christian sort, rests on ignorance of modern scientific advances, cannot today be rationally justified, and persists on nothing more than wishful thinking


  Sammála.


 9. traditional moral scruples, especially regarding sex, also rest on superstition and ignorance and have no rational justification; and so on and on.

  Flókið mál. Að mestu leyti sammála, en ekki um að það hvíli á "superstition and ignorance." Alls kyns rannsóknir gefa til kynna að hefðbundið sexúal siðferði hafi rasjónal og jafnvel evolutionary rætur. En auðvitað er ég últra-frjálslyndur í þessum efnum. Anything goes.


Aðalsteinn | 27.7.2009 kl. 22:31
Aðalsteinn

Fyrst við erum að ræða um vitlausa akademíkera:

http://www.grsampson.net/CBernal.html

Sveinbjörn | 27.7.2009 kl. 22:37
Sveinbjörn

Þetta var nú meira bullið...

Aðalsteinn | 28.7.2009 kl. 08:46
Aðalsteinn

Kannski ekki algert bull...

Sveinbjörn | 28.7.2009 kl. 19:19
Sveinbjörn

Hahaha, þetta er höfundur Empirical Linguistics sem ég kom með til Íslands handa þér.

Gunni | 28.7.2009 kl. 01:48
Gunni

Hafið þið einhverntíman spáð í the sheer practical problems associated with building an actual ivory tower? Hvert er burðarþol efnisins? Á að tálga þetta til í kubba, at incredible cost?

Sveinbjörn | 28.7.2009 kl. 14:35
Sveinbjörn

Já, og hvar finnur maður alla fílana? Ansi hræddur um að maður þyrfti synthetic fílabein, nema maður myndi myrða stóran hluta af þeim 400 þúsund eða svo fílum sem til eru í heiminum.

Þórir Hrafn | 28.7.2009 kl. 22:24
Þórir Hrafn

Er ekki hægt að grafa upp slatta af dauðum mammútum...

Sveinbjörn | 28.7.2009 kl. 23:05
Sveinbjörn

Tjah, eða bara smíða turninn úr mannabeinum úr rotnandi líkjum hægrimanna þegar byltingunni er lokið? Hvernig hljómar það fyrir þínum sósíalistaeyrum? ;)

Sveinbjörn | 28.7.2009 kl. 18:56
Sveinbjörn

There are two gates of sleep. One is of horn, easy passage for the shades of truth; the other, of gleaming white ivory, permits false dreams to ascend to the upper air. -- úr Eneasarkviðu eftir Virgilíus)