24.7.2009 kl. 18:01
Kant profile

Um daginn var ég að lesa bókina Enlightenment Contested eftir sagnfræðinginn Jonathan Israel, en hann er einn helsti núlifandi sérfræðingur í hugmyndasögu Upplýsingarinnar. Því kom það mér mikið á óvart að rekast á eftirfarandi á blaðsíðu 808:

"For the conservative moral and social theories of Locke, Voltaire, Montesquieu, Hume and Kant were all expressly intended to avoid forging moral philosophy systematically on the basis of philosophical reason..." [áherslur mínar]

Af öllum frægum heimspekingum sögunnar er Kant langharðasti rasjónalistinn í siðfræði. Öll siðfræði hans gengur einmitt út á að grundvalla siðaboð í úníversal boðum skynseminnar. Það veit hver einasta manneskja sem hefur klárað inngangskúrs í heimspekilegri siðfræði. Furðulegt að sjá þessa agalegu rangfærslu hjá annars merkum og lærðum sagnfræðingi.