23.7.2009 kl. 17:27

Ég er búinn með ákveðið lag frá 7da áratugnum á heilanum í allan dag, en gat ómögulega munað hvað lagið hét eða hverjir flytjendurnir voru. Í örvæntingu gúglaði ég "find song by tune" og rakst á eftirfarandi snilldarsíðu: http://www.midomi.com/. Þarna getur maður raulað laglínu (þarf ekki einnu sinni texta!), einhver algóriðmi greinir raulið manns, ber það saman við gígantískan gagnagrunn og birtir líklega kandídata.

Kom í ljós að lagið sem ég var með á heilanum var "Happy Together" með The Turtles.