22.7.2009 kl. 05:11

Loksins rakst ég á hagfræðibók sem vísar í röksemdafærslu sem ég hef haldið á lofti í mörg ár, en flestir virðast líta fram hjá:

There is a second, more pragmatic, concern about rising income inequality. Might the gap between rich and poor -- ethics aside -- become large enough that it begins to inhibit economic growth? Is there a point at which income inequality stops motivating us to work harder and becomes counterproductive? The poor might become disenfranchised to the point that they reject important political and economic institutions, such as property rights or the rule of law. -- Charles Wheelan, Naked Economics (2002)

Mjög mikilvæg rök fyrir velferðarríkinu.


8 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar | 22.7.2009 kl. 10:55
Grétar

Mjög góður punktur! Þetta er augljós punktur, en það er skrýtið hvað margir pæla ekki í honum. It hides in plain sight.

Aðalsteinn | 22.7.2009 kl. 10:56
Aðalsteinn

Homo economicus myndi ekki hafna eignarétti og lögum.

Sveinbjörn | 22.7.2009 kl. 11:27
Sveinbjörn

Af hverju ekki? Á einhverju stigi málsins byrjar það að vera rökrétt að hafna leikreglunum.

Aðalsteinn | 22.7.2009 kl. 12:15
Aðalsteinn

Þannig að eins og menn hugsuðu sér og skilgreindu HE þá var hægt að gera ráð fyrir því að við ákveðnar aðstæður teldi hann sér í hag að hafna leikreglunum?

Annars hafði ég alltaf hugsað mér þetta þannig að ef mestur hluti einstaklinga í einu landi yrði svo fátækur að hann hefði ekki efni á framleiðslu hagkerfisins þá hlyti það að falla saman. En það virkar kannski ekki alltaf þannig því auðvitað er hægt að selja framleiðsluna til útlanda.

Á sama hátt væri hægt að komast hjá óþægindum af völdum þess að almenningur hætti að virða leikreglur með því að berja þá til hlýðni.

En hvorugt virkar auðvitað í lýðræði þar sem þessi sami almenningur hefur eitthvað að segja.

Sveinbjörn | 22.7.2009 kl. 17:26
Sveinbjörn

Það er einmitt punkturinn: jafnvel gerandi ráð fyrir homo economicus, þá geta komið upp aðstæður þar sem leikreglurnar eru bara að feila manni, t.d. ef maður hefur engin tækifæri til að bæta kjör sín á meðan einhver elíta lifir hátt. Þá getur komið bylting öreiganna.

Það er alveg hægt að hafa sustainable hagkerfi þar sem auðurinn er mjög misskiptur -- þannig kerfi hafa einkennt flest samfélög gegnum mannkynssöguna. En þau myndu tæpast teljast kapítalistísk. Það þarf vissulega breiðan neysluhóp til að halda uppi einhverju á borð við nútíma markaðsskpulag.

En já, í S-Ameríku hefur hefðbundna leiðin til þess að halda fólkinu hlýðnu og góðu verið að kúga það með aðstoð Bandaríkjanna. Síðan hefur þetta fólk kosið yfir sig Hugo Chavez og Evo Morales þegar járnhaldið losnaði -- menn sem einmitt breyta leikreglum kapítalismans eða hunsa þær.

Varðandi lýðræði, þá er nú allur gangur á því. Alls konar lýðræðisríki halda fátæka fólkinu sínu niðri með ofbeldi. Ef þú skoðar jafnólík lönd og Bandaríkin og Frakkland, þá er það þannig að fangelsin hýsa fátæka undirstétt, yfirleitt svart fólk.

En það er auðvitað mjög erfitt að réttlæta mikla misskpitingu í evrópsku bourgeoise samfélagi. Á okkar eigin tímum hafa menn auðvitað haft frjálshyggjuna sem hugmyndafræðilegt tól til þess.

dolli | 22.7.2009 kl. 15:09
dolli

Að mínu mati er þetta líka mjög góð rök fyrir að hafa tiltölulega háa skatta á eignum sem erfðar eru frá foreldrum. Pabbi Bill Gates skrifaði bók um ágætis þess konar skatts: Wealth and Our Commonwealth: Why America Should Tax Accumulated Fortunes og önnur bók sem fjallar um þetta efni er The Spirit Level: Why More Equal Societies Almost Always Do Better

Sveinbjörn | 22.7.2009 kl. 17:30
Sveinbjörn

Vandamálið við að skattleggja arf er að það er auðvelt að komast í kringum það, t.d. með því að setja upp e-s konar sjóði, eða flytja allt saman inn á leynilega bankareikning á Cayman-eyjum áður en maður deyr.

Síðan hvetur erfðaskattur til alls konar hegðunar sem myndi e.t.v. ekki annars eiga sér staða: t.d. að menn eyði hreinlega peningunum sínum frekar en að láta háan eignaskatt taka allt frá börnunum þeirra.

Trikkið er að hafa erfðaskattinn nógu lágan til þess að hvorugt af þessu gerist, en það er því miður frekar lágt, og ekki nóg til þess að koma í veg fyrir að mikil auðæfi flytjist milli kynslóða.

Annars hafa alls kyns stúdíur sýnt að mikil auðæfi eiga það til að endast bara í uþb 3 kynslóðir. Fyrsta kynslóðin eignast auðinn, 2. kynslóðin lærir að passa upp á hann, og úrkynjaða, dekraða 3. kynslóðin þekkir ekkert nema ríkidæmi og sólundar öllu.

Þórir Hrafn | 22.7.2009 kl. 22:35
Þórir Hrafn

Alveg sammála þér Sveinbjörn.

Til þess að lýðræðislegt markaðshagkerfi geti þrifist þarf að vera nægileg sátt um það í þjóðfélaginu. Nógu mikið af fólki þarf að hafa trú á því að það kerfi komi vel út fyrir það.

Verði misskipting of mikil hverfur sú sátt og leiðir það af sér annað hvort hrun kerfisins, eða einhvers konar poppúlíska skrumskælingu á því.

kv. ÞHG