Ég er búinn að vera að eyða undanförnum dögum í að reyna að læra að spila eitt uppáhalds píanóverkið mitt, "Valse Brilliante" ópus 34 nr. 2 í G-moll eftir Frédéric Chopin. Það gengur hálfilla. Sé mikið eftir því að hafa ekki æft nótnalestur meira undanfarin ár.

Ekki hjálpar að sjá pinkulítinn dreng á YouTube spila þetta nokkurn veginn rétt...ef merkilega tilfinningalaust.

Síðan er þetta auðvitað bara nauðgun...


2 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar | 18.7.2009 kl. 09:56
Grétar

Þetta er svo gott verk! Og einstaklega fínn flutningur.

Sveinbjörn | 18.7.2009 kl. 17:22
Sveinbjörn

Já, fáránlega gott. Þetta er góður flutningur hjá þessum Ax gaur, en uppáhalds Chopin-flytjandi minn er pólski píanóleikarinn Janusz Olejniczak. Var að torrenta frábæran disk með honum, læt þig fá hann við tækifæri.