8.7.2009 kl. 00:26

Eins og fróðum mönnum er kunnugt, þá hefst meistarastykkið Conan the Barbarian (1982) á voice-overinu hans Mako:

Between the times when the oceans drank Atlantis and the rise of the Sons of Arius, there was an age undreamed of, and unto this, Conan, destined to bear the jeweled crown of Aquilonia upon a troubled brow.

Eins og ég komst að um daginn við að lesa örlítið í þessari blessuðu sagnfræði sem á að heita að ég stundi, þá vill svo skemmtilega til að í alvörunni var til kristinn guðfræðingur á 4ðu öld sem bar heitið Arius. Arius var anti-trinitarian, þ.e.a.s. trúði því ekki að guð, sonur og heilagur andi væru einn súbstans. Þessi kristna "trúvilla" hefur borið heiti hans síðan -- Aríanismi. Eftir því sem ég fæ best séð átti hann reyndar enga syni, en það er kannski hægt að teygja þetta til þess að eiga við fylgismenn hans.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Brynjar | 8.7.2009 kl. 01:00
Brynjar

Ég held að Conan narratorinn hafi verið að vitna í sameiginlegan forfaðir indó-evrópumanna heldur en Arius monotheista.