Ég prufaði að slökkva á adblokkernum í vafranum mínum og fór síðan á venjulega netrúntinn minn. Ugh!

Hvernig getur nokkur manneskja sætt sig við auglýsingaflóðið? Gerir mig alveg brjálaðan. Netið er skítugur, skítugur staður án auglýsingasíu.

Bendi hér með á eftirfarandi:

Safari notendur: Safari AdBlock

Firefox notendur: AdBlock Plus

Internet Explorer notendur: Fokkið ykkur.


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Grétar | 7.7.2009 kl. 23:08
Grétar

Hvernig veistu hvað þig langar í ef þú hefur ekki auglýsingar!!??

Sveinbjörn | 7.7.2009 kl. 23:14
Sveinbjörn

Ég veit að mig langar allavega alltaf í bjór!

Sindri | 8.7.2009 kl. 18:26
Sindri

Hingað til hef ég komist ágætlega af án adblockersins en eftir lestur þessarar færslu líður mér eins og fórnarlambi andlegs ofbeldis. Ég ákvað því þegar í stað að installa þessu nauðsynlega tóli. Við skulum sjá hvort ég nái fullum bata.

Siggi | 10.7.2009 kl. 13:40
Siggi

Við skulum ekki gleyma því að flash auglýsingar taka sinn skerf af örgjöfanum þegar maður eru á síðum sem eru drekk hlaðanar af þeim.

T.d. þegar ég fer á mbl.is rýkur örgjöfinn upp í 25-35% álag. Bara við það að fara á síðuna. Það er bilun.

Ég setti saman smá mynd af þessu: http://farm4.static.flickr.com/3533/3707237428_2d1ac18561_o.png">http://farm4.static.flickr.com/3533/3707237428_2d1ac18561_o.png

Sveinbjörn | 10.7.2009 kl. 14:33
Sveinbjörn

Já, adblocking fækkar líka fjölda af HTTP requests, sem hraðar vöfrun umtalsvert:

Sjá líka þessa gömlu færslu