6.7.2009 kl. 21:08

Ég rakst á frétt áðan þar sem fyrirsögnin var "Nær fjórðungur íslenskra kvenna orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka". Ég varð samstundis hissa, þótti talan fullhá. Við nánari athugun kom í ljós að í þessari könnun var málum þannig háttað að:

18,2% sögðust hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi, 3,3% fyrir líkamlegu og 1,3% fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Þetta með að fjórðungur kvenna hafi þurft að sæta ofbeldi in abstracto þykir mér vægast sagt villandi. Langstærsti liðurinn þarna er klárlega "andlegt ofbeldi." Hvað er nákvæmlega átt við með "andlegu ofbeldi?" Er það að vera leiðinlegur við einhvern? Segja særandi hluti? Standa í hótunum? Rífast? Beita "passive aggressive" samskiptataktík? Hunsa viðkomandi eða reyna að sveigja hann/hana að vilja sínum?

Ef svo, þá stórefast ég um að það sé til ein einasta manneskja á Íslandi sem ekki hefur þurft að sæta "andlegu ofbeldi."

Það er afskaplega ófagmannlegt að fleygja fram svona tölum án þess að skilgreina nákvæmlega við hvað sé átt.


9 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 7.7.2009 kl. 10:41
Eiki

Svo mætti kannski ditcha þessum 'andlega' flokki. Er ekki stundum þrískipt í líkamlega, sálræna og andlega líðan (sú síðastnefnda dekkuð af Karli Sigurbjörnssyni)?

Svo er spurning hversu langt maður kemst í kynferðislegu ofbeldi án þess að gerast líkamlegur eða andlegur.

Acceptable magn af beldi ætti annars að heita nógbeldi.

grímur | 7.7.2009 kl. 13:29
Unknown User

Og skortur þar á yrði þá - óbeldi? Vanbeldi?

Sveinbjörn | 7.7.2009 kl. 13:32
Sveinbjörn

Vanbeldi + Ofbeldi = Misbeldi?

2 eða fleiri af ofantöldum kategórium = Fjölbeldi?

Gunni | 7.7.2009 kl. 17:49
Gunni

Þetta er gjörsamlega absúrd, mér sýnist á öllum bloggum og kommentum að 99% fólks skilji fyrirsagnirnar og jafnvel greinarnar sem það hraðles þannig að "25% íslenskra kvenna eru lamdar af karlinum sínum" eða jafnvel verra: "25% íslenskra karlmanna lemja konuna sína"! Sóley Tómasdóttir bloggaði meira að segja um hvað þetta væri ósanngjörn fyrirsögn, það ætti frekar að segja að um fjórðungar karla beitti konurnar sínar ofbeldi.

Svo fórum við að ræða þetta í vinnuni og höfðum nánast öll orðið fyrir ýmiskonar ofbeldi í samböndum okkar. Afhverju sleppa konurnar í skoðanakönnuninni svona vel upp til hópa?

Sveinbjörn | 7.7.2009 kl. 18:05
Sveinbjörn

Ef við útilokum kategóríuna "andlegt ofbeldi",-- sem er væntanlega erfitt að skilgreina með nákvæmni, hvað þá mæla í skoðanakönnunum -- þá gefur þessi könnun í hæsta falli til kynna að um 4,6% kvenna hafi orðið fyrir "ofbeldi" proper, en þá væri ekkert auðvitað overlap á þeim sem liðið hefðu kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi.

Mig grunar hins vegar að þar sé sterkt overlap -- eins og EIki bendir á, hvernig er hægt að beita kynferðislegu ofbeldi án þess að beita líkamlegu ofbeldi? Við erum þá að horfa á 3-4% frekar en 25%.

Afskaplega ófagmannleg framsetning. Við karlmenn erum ekkert jafn mikil illmenni og af er látið.

Það virðist vera tilhneyging hjá alls kyns aktívistum í dag að teygja orð yfir hluti sem allir eru á móti -- í þessu tilfelli "ofbeldi" -- þannig að þau nái til annara hluta sem viðkomandi aktívistar eru einnig afar mótfallnir. Þetta er t.d. ástandið með "mannréttindi" -- ég minnist þess að hafa lesið fyrir nokkrum árum að Amnesty International ætlaði að teygja mannréttindahugtakið til þess að ná yfir réttindi til heilsugæslu, hreins vatns, matar, og álíka.

Væntanlega er "andlegt ofbeldi" hið versta mál en það er á engan hátt í sama flokki og að lúberja konuna sína og nauðga henni. Að sama skapi þá er "rétturinn" til fersks drykkjarvatns af allt öðrum toga en rétturinn til þess að vera ekki pyntur eða fangelsaður án réttarhalda.

Svona embrace-and-extend taktík gerir ekkert nema að grafa á skítlegan hátt undan góðum málstað þeirra sem berjast fyrir mannréttindum og gegn ofbeldi.

Grétar | 7.7.2009 kl. 23:05
Grétar

Góður punktur. Karlmenn beita konur meira líkamlegu ofbeldi, en beita karlmenn konur mikið meira andlegu ofbeldi en konur karlmenn?
Það er aldrei skoðað.

Sveinbjörn | 7.7.2009 kl. 23:15
Sveinbjörn

Reyndar held ég að þannig skoðanakönnun færi á furðulega vegu. Hversu margir karlmenn eru að fara að játa að þeir séu fórnarlamb andlegs ofbeldis af hálfu konunnar sinnar?

Grétar | 9.7.2009 kl. 10:57
Grétar

Það má vel vera að skoðanakannarnirnar færu eitthvað illa, en það þíðir ekki að það gerist ekki. Plús, þá held ég að skoðanakönnun sé sennilega ekki rétta orðið yfir þetta.
"Hefur þér verið nauðgað"
"Já svei mér þá mér finnst það bara."

Grétar | 9.7.2009 kl. 10:58
Grétar

úbbs fáránlega vond stafsetningarvilla í síðasta svari.