5.7.2009 kl. 22:18

Ég hef fylgst af áhuga með örlögum Bernie Madoff, svindlarans mikla, í fjölmiðlum undanfarið. Var að lesa grein þar sem fram kemur að Madoff muni vera settur í high-security fangelsi sem hýsa m.a. nauðgara og morðingja. Þar mun 71-ára gyðingurinn afplána 150 ára dóm sinn innan um meðlimi Aryan Brotherhood og önnur góðmenni.

Eins mikið og ég fyrirlít Madoff og menn af hans toga, þá finn ég til með karlinum. Verður tæpast gaman fyrir hann að vera nauðgað til dauða í sturtunni.

Bandarísk fangelsi eru barbarísk. Ég myndi ekki óska nokkrum manni þangað.