1.7.2009 kl. 23:33

Um fjögurleytið í morgun var ég eins og oft áður á MSN á meðan ég var að vinna ... hrikalegur ósiður. Síðan vildi svo til að Guðmundur félagi minn sendi mér link á einhverja síðu sem heitir Wikileaks. Þangað fer ég og sæki þar langt og mikið PDF skjal frá Kaupþingi. Mér þótti þetta merkilegt og sendi það á Gunna Hrafn Jónsson vin minn, en hann starfar sem blaðamaður hjá RÚV. Gunni fór með þetta upp á fréttastofu í dag, þar sem menn voru skeptískir í fyrstu, en fóru þó strax í að rannsaka málið. Og viti menn, hvað sé ég í fréttunum í kvöld nema umfjöllun um þetta skjal og innihald þess!

Samkvæmt heimildum mínum voru Kaupþingsmenn vist alveg að skíta á sig út af þessu þegar fréttastofan hafði samband við þá, enda sýnir skjalið fullt af peningatilfærslum til vopnasalans Tchenguiz og Exista glæpamanna rétt fyrir hrunið. Með því að setja lögfræðingabatteríið í gang og hóta Wikileaks hafa þeir svo gott sem viðurkennt að skjalið sé ófalstað. Hver segir svo að MSN sé tímaeyðsla? Veit ekki betur en að ég hafi þarna átt þátt í að grafa upp skítinn?