22.6.2009 kl. 00:14

Ég var í afar skemmtilegri brúðkaupsveislu í kvöld ásamt mjög góðu fólki. Það vakti hins vegar athygli mína að salernið í salnum þar sem veislan átti sér stað var búið afar nýstárlegri handþurrku: Dyson Airblade -- ótrúlega skilvirk handþurrka þar sem maður setur hendurnar inn á milli tveggja veggja sem blása lofti af miklum þrýstingi og þurrka hendurnar svo að segja samstundis. Við strákarnir leituðum að íslensku heiti yfir þetta fyrirbæri -- "airblade" -- og ég kom upp með nýyrðið loftbrandur.

Hah, Hjalti. I wrote about this on my blag.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Eiki | 23.6.2009 kl. 10:52
Eiki

Já, loftbrandur er býsna þjált. Svo vill reyndar þannig til að bæði orðin í samsetningunni eiga sér milljón samheiti og auðvelt að búa til kenningar ad nauseam:

Gusts valböst,
eggvopns andvari,
roks rimma,
blæjar blóðvaka (blær getur reyndar þýtt hvort tveggja => blæblær.)

Svo má slá saman arnsúgi og því að ganga örna sinna og fá út örnasúg.