28.5.2009 kl. 15:35

Djöfulsins aumingjar geta menn hérna í UK verið. Stella Artois er hér 5,0 skitin prósent (miðað við 5,2% í Belgíu), en bjórnum er samt lýst sem "exceptionally strong," í hópi illra meginlandsbjóra á borð við Kronenbourg (4,6%) og Becks (5,0%).

Til samanburðar, þá er vinsælasti bjórinn á Íslandi Víking Gylltur (5,6%) á meðan besti íslenski bjórinn er Egils Premium (5,7%).


5 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Brynjar | 31.5.2009 kl. 19:48
Brynjar

hin arðrænda íslenska alþýða hefur ekki lengur ráð á svona dýrum bjórtegundum og er víking, á 300 kall per dós, því ekki lengur sérlega vinsæll...

svo er Kaldi og fleiri ný íslensk microbrew mun bragðbetri en þetta stóriðjuáldósasull sem Ölgerðin reynir að pranga inn á bláfátæka fjallkonuna.

dolli | 1.6.2009 kl. 02:26
dolli

Fyrir forvitnis sakir ákvað ég að tékka hvað stellan væri hérna og viti menn það stendur hvergi á pakkningunni né flöskunni. Hins vegar stendur malt liquor á flöskunni. Samkvæmt http://en.wikipedia.org/wiki/Malt_liquor">http://en.wikipedia.org/wiki/Malt_liquorsem þýðir að hún sé yfir 5.2%. Á síðunni stóð " In the UK, similarly-made beverages are dubbed super-strength lager." Og til gamans stóð líka "According to a study by Charles R. Drew University of Medicine and Science in California, malt liquor is the alcohol of choice of the homeless, college students, and unemployed." Annars les ég á http://en.wikipedia.org/wiki/Stella_Artois">http://en.wikipedia.org/wiki/Stella_Artoisað það sé bæði hægt að fá 5% og 4% stelur í bretlandi.

Sveinbjörn | 1.6.2009 kl. 13:48
Sveinbjörn

Já þeir eru líka með e-ð hérna sem heitir Beck's VIer, 4% -- proves my point, Bretarnir vilja ekki sterkan bjór.

Gretar | 4.6.2009 kl. 15:33
Gretar

Folk sem drekkur bjor er aumingjar. Vodka er miklu sterkara en bjor!

Sveinbjörn | 4.6.2009 kl. 15:48
Sveinbjörn

Alvöru karlmenn drekka ekkert nema hreint iðnaðaretanól.