21.5.2009 kl. 08:28

Fyrir mörgum árum erfði ég frá afa mínum glæsilegt safn af klassískum heimspeki- og bókmenntaverkum í harðkilju og enskri þýðingu úr Modern Library bókaröðinni. Enn til dagsins í dag eru þessar bækur þær sem ég held einna mest upp á í bókasafninu mínu (á myndinni eru þær eru fyrir miðju).

Ein bókin í þessari bókaröð hét The Best Russian Short Stories og er samansafn af smásögum eftir þekkta jafnt sem óþekkta rússneska höfunda 19. og 20. aldar, m.a. Gógól, Tjekhov, Dostoievskí o.fl. Þessi bók er vist nú fáanleg á Kindle.

Það vildi svo til að sem táningur greip ég eitt kvöldið þessa bók mér til aflestrar og las í henni smásögu sem ég er ekki frá því að sé ein allra besta smásaga sem ég hef nokkru sinni lesið. Hún heitir Veðmálið og er eftir meistara Tjekhov. Ég rakst á hana í enskri þýðingu á netinu og mæli eindregið með lestri -- hún er ekki löng.

Ég held að það væri hægt að gera frábæra fílósófíska stuttmynd eftir þessari sögu.


3 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sindri | 22.5.2009 kl. 17:20
Sindri

Sammala thvi. Las thessa sogu fyrir morgum arum. Chekhov var natturlega alger meistari smasogunnar.

Gunni | 23.5.2009 kl. 17:34
Gunni

Mjög góð saga, reyndar búið að adapta hana oftar en einusinni fyrir sjónvarp held ég.

Twilight Zone gerði útgáfu þar sem veðmálið snerist um að segja ekki orð í viss mörg ár, milljónamæringurinn vildi fá einhvern ungan meðlim Herraklúbbs til að halda einusinni kjafti.

Sveinbjörn | 24.5.2009 kl. 13:13
Sveinbjörn

Adapta fyrir sjónvarp? Veistu e-ð meira, væri gaman að sjá það.