20.5.2009 kl. 08:53

Ég eyði á bilinu 6-8 klukkustundum á dag fyrir framan tölvuna mína. Ég vélrita leifturhratt, er með u.þ.b. 13-15 forrit í gangi -- m.a. Mail, Adium, iTunes, Preview, Terminal, uTorrent, TextEdit, Console, Cyberduck, Word, VLC, Safari. Ég skipti mikið og aggressívt á milli þeirra. Vafrinn minn hefur yfirleitt á bilinu 10 og 20 tabs opna -- vefsíðan mín, Facebook, Wikipedia, Google, fréttavefir o.s.fv. Ég er síðan með flýtihnappa til þess að skipta milli allra þessara forrita og vefsíðna. Á nokkra sekúndna fresti poppa upp Growl gluggar sem láta mig vita um MSN skilaboð, tölvupóst, hvaða lag iTunes var að setja í gang, og hvort torrent niðurhölunum mínum hafi lokið.

Ég hef alltaf verið nokkuð góður að einbeita mér, en ætli þessi stafræni lífstíll sé að fokka upp einbeitingarhæfni minni?

Kannski, kannski ekki. Ég hafði gaman af þessari grein: In Defense of Distraction. Besti bitinn fyrir þá sem búa ekki yfir nægilegri einbeitingu til þess að lesa greinina alla:

People who frequently check their e-mail have tested as less intelligent than people who are actually high on marijuana. Meyer guesses that the damage will take decades to understand, let alone fix. If Einstein were alive today, he says, he’d probably be forced to multitask so relentlessly in the Swiss patent office that he’d never get a chance to work out the theory of relativity.

Besta lausnin við athyglisvandanum:

O’Brien wrote a program that prompts him every ten minutes, when he’s online, to ask if he’s procrastinating.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

dolli | 21.5.2009 kl. 00:20
dolli

Skemtileg grein. Af öllu þessu sem truflar finst mér msnið vera verst, ég gat aldrei einbeit mér neitt á meðan það var í gangi. Annars er The Boston Molasses Disaster einn skrautlegasta hamför sem ég hef nokkurn tíma heyrt um. Hljómar einsog eitthvað úr sim city.

Sveinbjörn | 21.5.2009 kl. 08:24
Sveinbjörn

IM chat er alveg hrikalegt upp á einbeitingu að gera. Er það kannski þess vegna sem þú ert aldrei online? Of upptekinn við að einbeita þér í náminu?

dolli | 24.5.2009 kl. 04:12
dolli

Akkurat ég hætti á msn, af því mér fanst erfit að einbeita mér ekki bara að náminu heldur líka að vefsíðunum sem ég var að lesa á sama tíma. Annars var ég að spjalla við einhvern gaur sem var í sálfræði um multitasking og hann það hefur verið sýnt framá að konur sé eru að meðaltali betri í því en karlar. Af því að ákveðin hluti heila þeira sé þykkari.

Sveinbjörn | 27.5.2009 kl. 12:39
Sveinbjörn

Ég hef heyrt um þetta líka -- veit samt ekki hversu mikið vit það er í þessum sálfræðingum...