18.5.2009 kl. 10:18

Sú refsing að halda fólki í einangrun til langs tíma hefur alltaf vakið hjá mér gríðarlegan óhug -- hversu langt þangað til maður missir vitið? Þessi langa en mjög áhugaverða grein í New Yorker fjallar um einangrunarfangelsi og hrikaleg sálfræðileg áhrif þess að vera einsamall í einangrun árum saman.

The number of prisoners in [high-security isolation] facilities has ... risen to extraordinary levels. America now holds at least twenty-five thousand inmates in isolation in supermax prisons. An additional fifty to eighty thousand are kept in restrictive segregation units, many of them in isolation, too, although the government does not release these figures. By 1999, the practice had grown to the point that Arizona, Colorado, Maine, Nebraska, Nevada, Rhode Island, and Virginia kept between five and eight per cent of their prison population in isolation, and, by 2003, New York had joined them as well. Mississippi alone held eighteen hundred prisoners in supermax—twelve per cent of its prisoners over all.

Þá vil ég frekar að þeim sé hleypt út um helgar.


4 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Siggi | 18.5.2009 kl. 20:55
Siggi

Þetta minnir mig á þingmanninn sem FARC tóku í gíslingu og héldu í 8 ár.

Hann náði að halda rænuni með því að halda fyrirlestra fyrir spítur sem hann stakk ofan í jörðina og ímyndaði sér að þær væru nemendur.

Magnað shit.

http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/us_and_americas/article5027860.ece">http://www.timesonline.co.uk/tol/news/world/us_and_americas/article5027860.ece

Gunni | 20.5.2009 kl. 17:50
Gunni

Siggi: Það má segja að það beri samt vott um ákveðna söguskoðun að segja, óbrosandi: "Ég varð EKKI geðveikur af því að ég hélt úti intensífu Masters prógrammi í pólitískri teoríu Símons Bólívar fyrir hrúgu af spítum sem ég fann þarna."

Það er allt relatíft, æ söppós.

Annars er ég sammála því að þetta er einstaklega óhugnanleg tilhugsun. Það er svakalegt að sjá ástandið á sumum sem hafa verið í einangrun, ónýt sál :(

Sveinbjörn | 21.5.2009 kl. 08:26
Sveinbjörn

Merkilegt hvernig greining fjallar um hið mismikla þol sem fólk hefur fyrir einangrun og einveru til langs tíma.

Hversu langan tíma tæki það fyrir mig að fara að rugga mér, stara á skordýr og henda kúki í fólk?

Grétar | 22.5.2009 kl. 12:50
Grétar

2 klukkutímar og 46 mínútur síðast þegar ég mældi.