18.5.2009 kl. 09:25

Upplýsingaöldin sem við búum á hefur sínar myrku hliðar. Ein þeirra er fyrirbærið "einkennisgúglun" eða "symptom googling." Þetta er stórhættulegt sálfræðilegt fyrirbæri sem ég og margir sem ég þekki hafa lent í. Þetta byrjar allt saman á því að maður finnur fyrir einhvers konar sjúkdómseinkenni -- segjum t.d. verk í lungunum, eða örum hjartslætti. Hvað er í gangi? Auðvitað snýr maður sér að aðalupplýsingaveitu samtímans. Áður en maður veit af þá hefur maður slegið einkennin inn í Google og endað á síðum með staðhæfingum á borð við:

Possible causes of are leukemia, liver cancer, scurvy, syphilis, chronic iron deficiency

Samstundis panikk. "Gæti ég verið með hvítblæði? Ég er nú einu sinni búinn að reykja býsna lengi. Eða lifrarkrabba? Hef aldrei farið varlega með Bakkus." Jafnvel þótt vefsíðurnar taki fram hversu ólíklegt það sé að maður þjáist af þessum banvænu sjúkdómum ("Within 1% likelihood") þá er hugmyndin samt sem áður komin inn í hausinn á manni og maður fer að eyða psýkískri orku og tíma í að hafa áhyggjur af málum.

Aldrei að gúgla einkenni. Ef maður er farinn að hafa áhyggjur er best að bóka tíma hjá lækni og láta alvöru sérfræðingana um að halda manni upplýstum.


6 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Doddi | 18.5.2009 kl. 11:31
Doddi

Shit já.

Ég ætti að vera löngu dauður ef ég hefði tekið mark á eigin sjúkdómsgreiningum.

Einar Örn | 18.5.2009 kl. 16:21
Einar Örn

Hah, skemmtileg tilviljun að þú skulir blogga um þetta. Ég er búinn að vera með fjörfisk undir öðru auganu í hátt í tvo mánuði núna. Hitti mömmu þína um daginn, og þar sem hún er taugasérfræðingur fannst mér gráupplagt að spyrja hana. Hún sagði að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af, hugsanlega bara stress.... þó í einstaka tilfellum sé um að ræða brain lesions. Síðan þá hef ég verið sannfærður um að það sé málið í mínu tilfelli :X

Eiki | 18.5.2009 kl. 22:38
Eiki

Lets see, what's old doc Washburn prescribe? Do you have dropsy? The grip? Scrofula? The vapors? Jungle rot? Dandy fever? Poor man's gout? Housemaid's knee? Climatic boo bow? The staggers? Dum dum fever?"

Eiki | 18.5.2009 kl. 22:39
Eiki

Abe: Flu?
Homer: No.
Abe: Protein deficiency?
Homer: No.
Abe: Pneumonoultramicroscopicsilicovolcanoconiosis?
Homer: No.
Abe: Unsatisfying sex life?

Einar Jón | 19.5.2009 kl. 16:04
Einar Jón

Það er ekkert að því að gúgla sjúkdómseinkennin ef maður hefur vit á að panikka ekki yfir möguleikunum.

Sveinbjorn | 21.5.2009 kl. 12:53
Sveinbjorn

Kommon, þetta er eins og að segja að það sé í lagi að reykja heróin svo lengi sem maður verður ekki háður því.