17.5.2009 kl. 08:28
small cake

Ég var að lesa þessa grein hér um "spiteful economic behaviour" -- þá tilhneigingu fólks að hegða sér þvert á við lógík hefðbundinnar hagfræði með því að fórna einu epli til þess að koma í veg fyrir að nágranninn fái fjögur. Báðir tapa á því, segja hagfræðingarnir, og þ.a.l. hljóti þetta að vera dæmi um óskynsama hegðun.

Bull og vitleysa. Hér erum við með nær fullkomið dæmi um auma og þröngsýna hagfræðilógík -- menn einblína á trén en missa sjónar af skóginum. Hlutfallslegur auður manna stýrir bersýnilega aðgangi að alls kyns lífsgæðum. Meðalkarlmaður í vestrænu ríki er mun auðugri í absólút skilningi heldur en, tjah, auðugur karlmaður í fátæku veiðimanna- og safnarasamfélagi. Hins vegar hefur sá síðari mun hærri status í sínu samfélagi, og nýtur góðs af því -- honum hlotnast aukin völd og virðing, og þ.a.l. oft ríkari aðgangur að hágæðakvenfólki.

Í mörgum tilfellum getur það því verið rökrétt að minnka stærðina á kökunni (og fá minni bita) i til þess að fá hlutfallslega stærri skerf af henni. Svona hugsanagangur einkennir t.d. ákveðnar gerðir af jafnaðarstefnu.


1 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Sigurgeir Þór | 19.5.2009 kl. 11:22
Unknown User

Mér finnst þetta komment og greinin eiginlega vera hálf fáránleg bæði. Hagfræðingar gefa sér ákveðnar forsendur fyrir líkönum sínum og vinna eftir þeim. Það er vitað mál að Homo economicus er ekki til í raunvöruleikanum, en það getur verið gagnlegt að í mörgun tilvikum að gera ráð fyrir að fólk hegði sér eins og hann. Að sjálfsögðu á það ekki alltaf við. Líkön eru einfölduð útgáfa af heiminum, ekki heimurinn sjálfur. Auðvitað eiga þau ekki alltaf við.