14.5.2009 kl. 17:42

Í pósti barst mér um daginn tjekki frá Google upp á rúmlega hundrað dollara. Ég fór í bankann minn, NatWest, og ætlaði að leggja þessa upphæð inn á reikninginn.

Upphæðin fór inn 13 dögum síðar.

Þetta fyllti alveg mælinn og nú er ég svo sannarlega búinn að fá nóg. Ég ætla að skipta um banka.


14 comments have been posted
Add Comment | RSS Feed

Halldór Eldjárn | 14.5.2009 kl. 22:34
Halldór Eldjárn

NaziWest?

Eða væri það kannski bara betra í þínum augum? :D

Sveinbjörn | 14.5.2009 kl. 22:36
Sveinbjörn

Nei það væri ekkert skárra, nasistar höfðu vit á því að díla bara við snillingana í Sviss ;)

Gunni | 15.5.2009 kl. 00:46
Gunni

Hringdu í The Sun og talaðu með geðveikt þykkum íslenskum accent og kvartaðu svakalega undan þessu og heimtaðu umfjöllun. Taktu skýrt fram hvaðan þú ert og láttu taka myndir af þér standandi fyrir utan bankann með tómt og opið veski og reiðilegan svip! Helst í bol með íslenska fánanum!

Færð örugglega flotta umfjöllun og þeir skammast sín.

Daily Mail: "ASYLUM SEEKING ICEPIG GETS TASTE OF OWN MEDICINE!!"

The Sun: "WHERE'S ME MONEY SAYS FOREIGN THIEF AS HE ROBS BRITISH PENSIONERS!"

News of the world: "SHOCK HORROR ICE-ARROGANCE SHOCKER FROM ICY IMMIGRANT IN QUEEN MUM AND DIANA DEATHS HORROR"

Financial Times: "Soy futures rise moderately"

Sveinbjörn | 15.5.2009 kl. 06:32
Sveinbjörn

Nice. I laughed quite a bit at that.

Milton Friedman | 15.5.2009 kl. 02:19
Unknown User

Já, en Sveinbjörn, þetta er allt ríkinu að kenna, ekki bankanum.

Sveinbjörn | 15.5.2009 kl. 06:31
Sveinbjörn

Auðvitað. Fundamental economics, Gdh.

Milton Friedman | 15.5.2009 kl. 19:56
Unknown User

Ég er enginn Gdh.

Og sannaðu til, nýi bankinn mun sökka jafn feitt og sá gamli.

Sveinbjörn | 16.5.2009 kl. 06:04
Sveinbjörn

Hmm....notandi CentOS á stúdentagörðum -- fjandinn hafi það, Gdh er eini maðurinn sem ég þekki sem gæti passað í þann prófíl. Ég þekki þig væntanlega ekki.

Sigurgeir Þór | 16.5.2009 kl. 00:50
Unknown User

Hver er kommenta fyrir Milton Friedman hérna? Hættu þessu, guðlast er synd!

Milton Friedman | 17.5.2009 kl. 00:33
Unknown User

En það er enginn guð, svo hverjum er ekki sama?

Sveinbjörn | 17.5.2009 kl. 00:36
Sveinbjörn

Ég held að Sigurgeir meini að Friedman sjálfur séð guð, og því dulnefni þitt guðlast. Varla neitarðu eigin tilvist?

Einar Jón | 19.5.2009 kl. 16:09
Einar Jón

En af hverju var Google að gefa þér péning.
Og hvar er minn tékki?

Sveinbjörn | 20.5.2009 kl. 08:35
Sveinbjörn

Þetta eru Google AdSense tekjur frá ákveðnum vefsíðum sem ég held úti, t.d. http://www.vox-machina.net

Sveinbjörn | 20.5.2009 kl. 08:37
Sveinbjörn

Þetta eru Google AdSense tekjur frá ákveðnum vefsíðum sem ég held úti, t.d. http://www.vox-machina.net